Úrval - 01.04.1962, Síða 18
26
ÚR VAL
sér svo við að segja heilmörg-
um gestum, að dóttir hennar væri
nú altekin af sinni fyrstu ást. En
einn gestanna var einmitt móðir
piltsins. Þetta voru alvarleg mis-
töli af hálfu móður stúlkunnar,
vegna hess að stúlkan lá vakandi
uppi á lofti og heyrði frásögn
móðurinnar. Blygðun hennar,
skelfingu blandin, var ólýsanleg.
Atburður þessi varð til þess, að
mæðgurnar fjarlægðust hvora
aðra mjög mikið.
Maður nokkur seldi konu
e-inni heilt bílhlass af ónýtum
runnum. Hún sárl>að eiginmann
sinn um að segja nú ekki vinum
þeirra frá jiessum óförum henn-
ar, en það var nú einmitt j^að,
sem hann gerði. „Honum fannst
jjetta stórkostlega sme-llið“, sagði
lnin, „en ég leit út sem einstakur
einfeldningur í augum annarra".
Biturleiki hennar gagnvart mann-
inum var sár og hafði óæskileg
áhrif á hjónaband joeirra, og þau
vöruðu í langan tíma.
Leyndarmál draga okkur öll að
sér á freistandi hátt. Við viljum
teljast meðal þeirra, sem vita,
hvað er „á seyði". Til þessarar
staðreyndar má rekja hinar geysi-
legu vinsældir kjaftadálka blað-
anna og hinn ódrepandi áhuga,
sem margir hafa á því að segja
nágrannanum nýjustu fréttirnar.
Allir vilja komast að leyndar-
málum, en öllum finnst einnig
óskaplega erfitt að þegja yfir
jjeim. Hver er ástæðan?
Leynileg vitneskja veitir okk-
ur þá kennd, að við búum yfir
vissu valdi, og það er mannlegt að
vilja sýna þá yfirburði sína. Ef
húsbóndinn segir einhverjum
starfsmanni í trúnaði nafn nýja
útibússtjórans, þá kann það að
vera mikil freisting fyrir starfs-
manninn að segja einhverjum frá
því og sýna um leið, að hann
sjálfur sé nægilega þýðingarmikil
persóna til að honum skuli hlotn-
ast þessi vitneskja fremur en
öðrum.
Oft er þessi hvöt til að sýna
yfirburði svo sterk, að sá, sem
yfir leyndarmálinu býr, hættir
jafnvel frelsi sínu. Sakamálafull-
trúi skýrði nýlega frá því, að
margir glæpamenn byggju yfir
óviðráðanlegri löngun til þess að
skýra frá afrekum sínum. Þeir
gorta af þeim við kunningja sinn,
einhverja stelpu eða jafnvel að-
eins barþjón og gera lögreglunni
þannig auðveldara að hafa hend-
ur í hári þeirra.
Þig kann að undra, að það ber
ekki alltaf vott um skapgerðar-
brest, þótt skýrt sé frá leyndar-
máli. Þegar skýrt er frá vissum
leyndarmálum, kann slíkt einmitt
að geta borið vitni um sterka
löngun til þess að samgleðjast