Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 19
GETURÐU ÞAGAÐ YFIR LEYNDARMÁLI?
27
HEFURÐU nokkurn tíma . . . sagt samstarfsmanni þínum eitt-
hvað, sem húsbóndinn vildi ekki að aðrir vissu . . . gloprað út úr
þér vitneskju um gjöf, sem koma átti einhverjum á óvart . . .
sagt frá einhverri óheppni náungans, sem hann ætlaðist ekki til
að kvisaðist . . . tilkynnt, að einhver vinkonan ætti von á barni,
þótt það ætti að vera leyndarmál enn um sinn . . . skýrt fjöl-
skyldunni frá einhverju leyndarmáli fyrirtækisins . . . sagt frá
leiðinlegum atburði, sem þitt eigið barn skýrði þér frá i trúnaði?
. . . Hafi þér orðið eitthvað slíkt á, áttu erfitt með að þegja
yfir leyndarmáli. Þá skaltu lesa þessa grein. Hún flytur þarfan
boðskap . . .
öðrum yi'ir góðum fréttum. Gott
dæmi um slíkt er eiginkonan, sem
getur ekki látið vera að segja
manni sínum frá því, sem á að
koma honum á „óvart“ á afmæl-
isdegi hans.
Ég veit um kennslukonu, sem
var harðlega gagnrýnd, vegna
þess að hún skýrði þrem nemend-
um frá upptýsingum, sem þeir
máttu ekki frétta um strax. Hún
sagði þeim, að það ætti að veita
þeim sérstök verðlaun. Löngun
hennar til að miðla hamingju var
sterkari en varfærni hennar.
Okkur er oft sagt frá ýmsu í
trúnaði, en getum ekki fallizt á,
að upplýsingarnar séu eins þýð-
ingarmiklar og sá álítur, sem veit-
ir þær. Sá hinn sami álítur það
ef til vill óttalegt, að aðrir fái
að vita þetta, en við álítum það
ekki, og þannig iátum við undir
höfuð leggjast að vera á verði,
hvað sjálfa okkur snertir.
Um slikt er oft að ræða, hvað
snertir ieyndarmál, sem börn
segja foreldrum eða hjón hvort
öðru. Ungur eiginmaður skýrði
mér reiður frá því, að kona hans
hefði skýrt frá atburði, sem hann
hefði sagt henni frá í trúnaði.
Hann hafði farið með húsbónda
sinn í veiðiferð, og af einhverjum
ástæðum hafði hann villzt. Þeir
höfðu reikað tímunum saman um
skóginn, áður en þeir komust út
úr honum. Henni fannst þetta
smeilið. Hún gerði sér ekki grein
fyrir því, hversu þetta særði karl-
mannsstolt hans.
Stundum er það okkar eigið