Úrval - 01.04.1962, Side 22
30
ÚRVAL
mældur i einingum, sem nefnast
desibel. En desibel er sá minnsti
hljóðstyrkleikamunur, sem venju-
legt mannseyra getur greint. Eft-
ir þessum mælikvarða er skrjáf
í laufi 10 desibel, hin ýmsu hljóð
á kyrrlátu heimili 30 desibel,
venjulegur skrifstofukliður 50,
glamrið á háværri veitingastofu
80, verksmiðjuskrölt 110 desibel.
Sé hávaðinn 125—-140 desibel
finnum við til skerandi óþæginda.
Við 150 desibel getur innra eyr-
að orðið fyrir svo miklum
skemmdum, að það leiði af sér
ævarandi heyrnarleysi. Ymis
hávaði, sem mannskepnan gerir,
nálgast mjög þetta hættumark. í
fimmtíu feta fjarlægð frá útblást-
ursopi þotu getur hljóðstyrkur-
inn mælzt 134 desibel.
Frummanninum var hljóðskyn-
ið fyrst og fremst aðvörun við
aðvífandi hættu, og þvi hljóta
viðbrögð hans gegn hávaða að
hafa verið ósjálfráð. Öskur í villi-
dýri gaf til kynna, að árás væri
i nánd, og það spennti taugarnar
til hins ýtrasta, og líkaminn bjó
sig undir að tjalda því, sem til
var.
Enn í dag eru viðbrögð okkar
svipuð og hjá fyrstu forfeðrum
okkar. Bílhreyfiil er snögglega
settur i gang — og við tökum
kipp. Skyndilegt hljóð fær ung-
barnið til að kipra sig saman og
glenna upp augun af hræðslu.
Ónauðsynlegur skarkali framkall-
ar í okkur þúsund slik fölsk við-
brögð daglega og heldur tauga-
kerfinu i stöðugri spennu. Marg-
ir læknar setja þetta í samband
við þá aukningu á hjarta- og
taugasjúkdómum, sem orðið hefur
vart á síðustu áratugum.
Við höfum sannarlega eyrun
opin fyrir glumruganginum um-
hverfis okkur, — og upp á sið-
kastið hafa ýmsir einnig „opnað
augun“ fyrir honum og spurt:
Hvað er hægt að gera til úrbóta?
' Það er hægt að gera ýmislegt.
Fyrir löngu síðan bönnuðu yfir-
völdin í Memphis að bílhorn
væru þeytt nema fyrirsjáanleg
hætta væri á ferðum. Árið 1954
er þetta fordæmi tekið upp í Par-
ís, einni hávaðasömustu borg
heims, og nýjum reglum bætt við.
Sírenunum á brunaliðs- og
sjúkrabilum var kastað fyrir róða
og í staðin tekin upp merki með
trompethljóði, tvítóna. Þelta
reyndist jafnáhrifamikið og sker-
andi vælið áður. Einni plágunni
hafði verið útrýmt. Skarkalinn i
neðanjarðarlestunum var deyfð-
ur með þvi að setja gúmmibarða
á hjólin. Vörubílstjórum, sem óku
með skröltandi hlöss, var fyrir-
skipað að aka með gát og taka