Úrval - 01.04.1962, Qupperneq 24
32
ÚRVAL
sláttuvélum með hljóðdunk, en
tæki þessi eru mikið notuð í
dreifbýlinu. Einnig er hægt að
takmarka notkunartima þeirra.
Talið er, að iðnfyrirtæki Banda-
ríkjanna eyði nálægt hundrað
milljón dölum árlega til að ráða
bót á hinu sívaxandi vandamáli
með hávaðann. Sum fyrirtækin
rækta þykk gerði af trjám og
runnum til að mynda hljóðdeyf-
andi veggi utanhúss. Innanhúss
er reynt að mýkja öll vélaátök
með ýmsum ráðum svo og ein-
angra vélarnar að einhverju leyti
með hljóðdeyfandi skilrúmum.
Þessar tilraunir borga sig oft i
beinhörðum peningum, því afköst
starfsfólksins aukast, þegar
vinnuskilyrðin batna.
Fyrir hálfri öld síðan lét hinn
frægi bakteríufræðingur, Robert
Koch, sér þennan spádóm um
munn fara: „Þeir dagar eiga eft-
ir að koma, að menn verða að
berjast við hávaðann af jafnmik-
illi atorku og ýmsa smitsjúk-
dóma.“ Maður getur ekki komizt
hjá að viðurkenna, að timi þessi
sé þegar runninn upp.
Fullt tungl og brennuvargar.
SLÖKKVILIÐSMENN í Vesturheimi óttast þann tima, er tungl
er fullt. Svo virðist sem brennuvargar fari helzt á stúfana, er
Þannig stendur á. Skýrslur margra slökkvistöðva gefa og til kynna
að þegar brennuvargur er á ferðinni á þessum tíma mánaðarins,
lætur hann sig litlu varða, hverju hann kveikjr í, hvort það er
tómur barnavagn eða stór blokk með ibúðum. Þegar tungl er
fullt er alltaf mest að gera, segja slökkviliðsménnirnir, enda er þá
hafður sérstakur viðbúnaður til þess að hindra stórtjón og slys.
— Sálfræðingar, sem hafa kynnt sér þessi mál, geta ekki fundið
skýringu á því, að brennuæði skuli helzt gripa menn, er tungl er
fullt, en tilfellin eru alltof mörg til þess að um tilviljanir geti
verið að ræða. Sumir varpa fram þeirri tilgátu, að fullt tungl veki
i mönnum einhverja frumstæða dráps- eða eyðingarhvöt, eðrir
telja líklegt, að brennuvargar séu oft menn, er orðið hafa fyrir
vonbrigðum í ástamálum, og þar eð fullt tungl er tengt ástum og
rómantik, vak'ni hefndarhugur þeirra frekast Þá. — Coronet.