Úrval - 01.04.1962, Side 25
ALVARLEGUSTU
VANDAMÁL
- HJÓNALÍFSINS
Eftir Mary Waughan.
SE G A R eiginma?5ur
þinn skreiðist heim
á kvöldin, dreplúinn
eftir daglangan —
átta stunda — þræl-
dóm við skrifboröið, rýkurðu þá
til, um leið og hann opnar úti-
dyrnar, og hellir yfir hann öll-
um áhyggjum, stríði og óhöppum
dagsins? Vertu nú hreinskilin,
gerirðu það? Eða stendurðu við
dagstofugluggann, svo þú sjáir til
ferða hans, hraðar þér til móts
við hann svo þú getir heilsað
honum við hliðið, og gengur svo
við hlið honum heim garðstiginn,
svo þú getir strax tekið til við
að þylja.
Vitanlega hagar þú þér ekki
þannig, að minnsta kosti gerirðu
það ekki ef þú hefur eytt tím-
anum í að lesa eitthvað af öllu
því þvaðri, sem ógiftar blaðakon-
ur skrifa í þeirri von að koma sér
í mjúkinn hjá eiginmönnunum,
eða þá einhver eigingjarn og
byltingarsinnaður eiginmaðurinn
undir kvenkyns dulnefni. Þú
kannast við textann:
„Börnin eiga að vera komin í
rúmið, mett, þvegin og böðuð, og
bíða þess að pabbi kyssi þau
góða nótt, áður en þau falla í
ljúfan, draumlausan svefn. Þeim
á ekki að leyfast að angra pabba
sinn með þvi að minnast á það
við hann að hann lesi fyrir þau,
þótt ekki væri nema eina stutta
sögu. Að því búnu heldur hann
niður, þar sem amontillado-glas-
— Úr Irish Digest. —
33