Úrval - 01.04.1962, Side 26
34
ÚRVAL
ið bíður hans — vitanlega biðu
yljaSir inniskórnir hans um leiö
og hann steig inn yfir þröskuld-
inn — og nokkra stund situr
hann við arininn við róandi sam-
ræður.“
„Á meðan glíma eldri börnin
við námsgreinarnar — alls ekki
hvert við annað — inni í hlýju,
vel lýstu og algeriega hljóðheldu
herbergi.“
„Því næst gengur hann inn i
borðstofuna, þar sem eiginkonu-
ambáttin hefur framreiddan
kvöldverð, sem er í senn freist-
andi, ljúffengur, fyrirferðarlitill
— og svo næringarmikill, að
nægja mundi vatnahesti. Á meðan
á máitíðinni stendur, leiðir hún
samræðurnar með gát að þeim
örðugleikum, sem þú hefur átt
við að stríða þann dag'inn — þér
iéttir við að segja frá þeim — og
síðan að einhverju, sem dreifir
huganum og róar, eins og heiztu
fréttum dagsins.“
Og svo framvegis. Þarna er
þinni aðfebð nákvæmlega lýst?
Ég þóttist vita það. Þetta er iíka
min aðferð.
En við þekkjum það báðar, að
í næsta nágrenni við okkur ei'u
vanræktar konur — eða ættu að
minnsta kosti skilið að vera það
— vegna þess að þær hafa ekki
tileinkað sér neitt af þeirri full-
komnun, sem við höfum báðar
náð. Annaðhvort nota þær þá að-
ferðina, sem lýst var í upphafi
greinarinnar, eða þá að heimilis-
faðirinn verður að ryðja sér
braut gegnum anddyrið yfir papp-
írshrúgur og hauga af brotnum
leikföngum, inn í eldhúsið, þar
sem hans önnur hönd hamast eins
og bestía við heljarmikinn pott
yfir eldinum.
„Þú líka!“ hrópar hún upp yfir
sig með andvarps og gremju-
hreim. „Ertu strax kominn
heim?“
Hann tuldrar eitthvað um það,
að hann komi alltaf heim á þess-
um sama tíma, bætir því við, að
hann sé ekki neitt að flýta sér;
undirbýr undanhald sitt í þeirri
von að hann geti fundið hæli í
setustofunni og litið yfir dag-
blöðin. Það bjartsýna fífl!
„Það verður langur tími þang-
að til ég hef nokkurn kvöldmat
tilbúinn," urrar hans betri helm-
ingur, „svo þú ættir að koma
krökkunum í rúmið á meðan!“
Þegar heimilisfaðirinn kemur
loks niður aftur, að lotum kominn
af þreytu, er hún enn önnum
kafin við pottana og pönnurnar,
og allt í einu dettur honum í hug
að það kynni að vera velgerð, að
dreifa nokkrum hnífum og göffl-
um á eldhúsborðið.
Loks setjast þau svo að máltíð,
sem er framreidd löngu á eftir