Úrval - 01.04.1962, Qupperneq 27
VANDAMÁL HJÓNALÍFSINS
35
áætlun og hvorki Ijúffeng né
freistandi, og svo kemur ræðan
um það hve þreytandi vandræða-
gripir nágrannarnir séu og hans
eigin börn illa örtuð, að ógleymdu
því hve það verði stöðugt dýrara
að draga fram lífið, sem einskon-'
ar aukaréttur.
Það er skoðun mín, að öll mis-
heppnuð hjónabönd yrðu að
minnsta kosti öllu þolanlegri, ef
eiginkonan gerði sér það að venju
að ganga hversdagslega í smekk-
iegum slopp að húsverkunum. Við
vitum það allar ósköp vel, að ef
við gerðum skyldu okkar, mund-
um við, um leið og sú stund nálg-
ast, er við éigum von á eigin-
manninum heim, taka undi^- okk-
ur stökk upp stigann, snaka okk-
ur úr óhreina sloppnum og svífa
svo brosandi ofan stigann, þegar
við hefðum lagað okkur til og
snyrt, klæddar að minnsta kosti
í síðdegiskjól.
Slíkt væri ákaflega aðdáunar-
vert, en varla innanhandar fyrir
þær konur, sem annast þurfa um
stór heimili. Samt sem áður ættu
þær, ef góður vilji væri fyrir
hendi, að geta gefið sér tíma til
að bregða sér úr vinnusloppnum,
þvo sér um hendurnar og púðra
úefið, og bregða sér í hreinan og
þokkalegan slopp, smella að síð-
ustu hringjum í eyrún — og
brosa.
Loks er ég þess fullviss, að
einhver heimilishjálp, sem létt
gæti undir við störfin mesta
annatímann, eða frá því klukkan
4.30 til G.30 síðd., niundi hafa liin
heillavænlegustu áhrif.
En kannski þar sé farið fram
á meira, en maður getur gert sér
vonir um að veitist hér á jörðu.
Og á himninum ætti þess ekki
að vera nein þörf. Séu hjóna-
böndin ekki ráðin þar, eins og
þeir halda fram, sem einfaldast-
ir og sælastir eru í trú sinni,
hljóta þau að minnsta kosti að
vera hamingjusöm þar, ef þau
eru það þá nokkurs staðar.
y y
Hversu fróður ertu?
1. Hversu langt er eðlilegt, að mannsrödd heyrist í kyrru veðri?
2. Hvað er W.H.O.?
3. Hvaða mynt er notuð i Austurríki?
4. Frá hvaða borg var Abraham?
5. Hvað uppgötvuðu Maria og Pierre Curie?
Svör á bls. 52.