Úrval - 01.04.1962, Qupperneq 35
DAUÐAGEISLAR í ALGLEYMINGI
43
þvi líkast sem önnur hálfkúlan
skrikaði til og skylli að hinni.
Nánari skýring hefur ekki feng-
izt. Líklegasta skýringin er sú að
oftraust dr. Síotins á sjáifum sér
og ofdirfska hafi orðið til þess
að hann hafði ekki gát á skrúf-
járninu sem skyldi — að það hafi,
með öðrum orðum, runnið til.
Og víst er það, að dr. Slotin
gerði sér umsvifalaust ljóst hvað
um var að vera og viðbrögð hans
voru hiklaus í samræmi við það.
Um leið og hann laut fram og
færði hálfkúlurnar hvora frá ann-
arri, stöðvaði hann keðjuverkun-
ina.
Hefði hann ekki gert það, en
lagt á flótta frá borðinu, mundi
hann ef til vill hafa bjargað sínu
eigin lífi, þótt það sé alls ekki
vist. Hitt er þó öllu iíklegra, að
með því hefði hann óbeinlínis
dæmt alla þá, sem viðstaddir
voru, til dauða. „Það verður ekki
dregið í efa“, segir „X“ visinda-
maður, „að ég, og ef til vill allir
aðrir viðstaddir, eigi líf mitt snar-
ræði hans að þakka“.
Til þess að skilja nánar hætt-
una, sem ógnaði þeim öllum, verð-
um við að gera okkur grein fyrir
áhrifum geislunarinnar á likama
mannsins og líffæri. Þau eru öfug
við krabbameinið, ef svo mætti
segja — krabbameinið er í þvi
fólgið, að frumuskiptingin í lík-
amanum verður of ör og gengur
úr skorðum, en hafi líkaminn orð-
ið fyrir meira en vissu magni
geislunar, missa líkamsfrumurnar
hæfni til hinnar regluhundnu
skiptingar, deyja lit án þess nýjar
myndist i staðinn, og fari geisl-
unin langt yfir það magn, getur
það orsakað bólgur og brunasár.
Geislamagnið er mælt í röntgen-
einingum, og lífshættumarkið sett
við 525 r.-einingar, þar eð komið
hefur í ]jós að um 50% þeirra,
sem verða fyrir því geislamagni,
iátast af afleiðingum þess.
Þegar Louis Slotin laut fram
og fjarlægði hálfkúlurnar hvora
frá annarri, og stöðvaði þannig
keðjuverkunina, gerði hann því
hvort tveggja að koma í veg fyrir
að hún, og þar með geislavirkn-
in, næði hámarki sínu og stytta að
mun þann tima, sem félagar hans
urðu fyrir geisluninni. Um leið
komst hann auðvitað sjálfur í
snertingu við hinn geislavirka
málm um leið og keðjuverkunin
var hafin.
Klukkustundu eftir að þetta
gerðist, höfðu þeir aliir átta ver-
ið fluttir í sjúkrahúsið í Los
Alamos, þar sem þeir voru vand-
lega athugaðir.
Það kom í Ijós að geislavirkn-
in, sem „X“ vísindamaður hafði
orðið fyrir, nam um það bil 180
r.-einingum að styrkleika. Það er