Úrval - 01.04.1962, Side 37
DAUÐAGEISLAR í ALGLEYMINGI
45
bar hann ekki kennsl á foreldra
sína eða félaga. Smám saman
missti hann meðvitund, og á ní-
unda degi, þann 30. maí, 1946,
fjaraöi líf hans út. Seinna kom
i Ijós að hann hafði orðið fyrir
kjarnorkugeislun, sem nam 800
r.-einingum að styrkleika, eða
eins og hann hefði staðið í 4.800
feta fjarlægð frá kjárnorku-
sprengingu. Lífi hans varð ekki
með neinu móti bjargað.
Hvað er bergmál?
BERGMÁL myndast, þegar hljóðöldur kastast aftur frá stórum
fleti, t.d. húsvegg eða hamravegg. Veggurinn endurkastar hljóð-
inu á sama hátt og spegill endurkastar ljósi. Flöturinn þarf að
vera allfjarri, til Þgss að bergmálið heyrist greinilega, vegna þess
hve hljóðið er fljóít í förum, en hann þarf ekki að vera sérstaklega
sléttur, vegna þess hve langar hljóðöldurnar eru. Ský og hamra-
veggir geta veitt gott bergmál. Ef 17 metrar eru til veggjarins,
þarf hljóðið að fara 34 metra (fram og aftur), en það tekur um
1/10 úr sekúndu, þar eð hraði hljóðsins er 331 metri á sekúndu.
Sé flöturinn nær en þetta getur maður ekki greint bergmálið fré
hljóðinu sjálfu. Eigi veggurinn að bergmála heil orð verður fjar.
lægðin að vera meiri, því að bergmálið má ekki renna saman við
það, sem talað er. Flöturinn, sem bergmálar, þarf ekki að vera
úr föstu efni. Þrumuhljóð bergmála stundum í skýjum.
Bergmál má nota til Þess að ákveða fjarlægðina til Þess hlut-
ar, sem bergmálar, ef hraði hljóðsins er kunnur. Þetta hafa menn
fært sér í nyt í bergmálsdýptarmælingum.
Einkennilegt dæmi um bergmál er hvíslburður stórra hvelf-
inga. Standi maður á ákveðnum stað undir hvelfingunni, getur
hann jafnvel heyrt hvislingar manna, er standa langt frá honum,
en vitaskuld aðeins ef þeir standa á öðrum ákveðnum stað. Bjúg-
flötur hvelfingarinnar beinir þá öllu hljóði er kemur frá þeim
stað og á hann fellur, til hins staðarins. Þetta er sama fyrirbæri
og þegar holspegill býr til mynd af hlut.
— Hvers vegna — vegna Þess.
HINN VOLDUGI skyldi beita valdi slnu mildilega. — Seneca.