Úrval - 01.04.1962, Síða 43
AÐ UPPHEFJA ÞYNGDARLÖGMÁLIÐ
maðurinn hefur aldrei komizt í
kynni við fyrr en við upphaf
geimaldar.
Þyngdarleysið myndast fyrir
brautarbundna hreyfingu, þar
sem hlutlaust jafnvægi skapast
með aðdráttarafli jarðar annars
vegar og innri kröftum hins gíf-
urlega hraða geimskipsins — um
það bil 18.000 mílum á klst.
Þyngd — efnismagn.
Til þess að skilja hvað átt er
við með þyngdarleysi, er nauð-
synlegt að skilgreina orðið
„þyngd“ eilítið nánara.
Þess ber að gæta að rugla ekki
saman „þyngd“ og „efnismagni“,
því þar er um tvennt ólíkt að
ræða. Efnismagn hlutarins ræður
tregðu hans, bæði gagnvart því að
hreyfast úr stað og stöðvast eft-
ir að hann er kominn á hreyfingu.
Þyngd táknar aftur áhrif aðdrátt-
araflsins á vissan hlut.
Efnismagn hlutar er óumbreyt-
anlegur eiginleiki, en þyngdin er
utanaðkomandi áhrifaafl, sem
breytist eftir aðstæðum, til dæm-
is aðdráttaraflinu.
Þar sem aðdráttaraflið er ekki
eins sterkt hæst uppi í fjöllum
og niðri við sjávarmál, vegur það
efnismagn hlutar minna en eitt
kg í fjöllum uppi, sem vegur
nákvæmlega eitt kg niðri við
sjávarmál, enda þótt efnismagn
51
hlutarins sé nákvæmlega hið
sama.
Gervihnöttur eða geimfar og
allt, sem í því er verður þyngdar-
laust vegna þess að hlutlaust
jafnvægi myndast með aðdráttar-
afli jarðarinnar á þann hlut og
hraða hans á vissri braut, eða
brautarhreyfingar hans. Það er
þetta sama hlutlausa jafnvægi,
sem heldur reikistjörnunum á
braut umhverfis sólu og tunglinu
á braut umhverfis jörðina.
Til nánari skýringar. Tunglið
fer umhverfis jörðu með 3.350
feta meðalhraða á sekúndu. Á
hverri sekúndu orsakar aðdrátt-
arafl jarðarinnar að tunglið „fell-
ur“ nær henni um 1/19 hluta frá
beinni linu, en það er nákvæm-
lega sama vik frá beinni línu og
jarðbung'an myndar á sama tíma
— þrátt fyrir stöðugt „fall“
tunglsins, verður því bilið milli
þess og jarðar alltaf nákvæmlega
hið sama.
Sama verður uppi á teningnum
þegar um gervihnettina er að
ræða. í þrjú hundruð mílna fjar-
lægð frá jörðu gætir aðdráttar-
aflsins mun meira, svo fall þeirra
verður að sama skapi meira en
tunglsins, eða 14 fet á sekúndu.
En þar sem hraði gervihnattar-
ins er og þeim mun meiri, eða
4,7 mílur á sekúndu, verður fyrr-
nefnt frávik jarðbungunnar frá