Úrval - 01.04.1962, Síða 49
LÆKNING BRUNA
57
eða bolurinn eru brennd,
skulu brenndu svæðin sífellt
kæld með mjúkum, hreinum,
ólituðum stykkjum, lauslega
undnum úr köldu vatni.
Skipta þarf stöðugt um
stykki. Hre-inar, þurrar flik-
ur eiga að hylja hina ó-
brenndu hluta líkamans, til
að halda sjúklingnum þægi-
lega hlýjum, en forðast skal
að hann svitni.
Ef sjúklingurinn er með
rænu og biður um að gefa
sér að drekka, þá má hann
fá það, en ekki mikið i senn,
mjög kalt og aldrei áfengi
eða önnur örvandi lyf! Lát-
ið sjúldinginn ákveða hve
kalt kæiivatnið á að vera,
nema þegar hrollur er í hon-
um, eða ef bruninn er mjög
útbreiddur, á að nota volgt
vatn, allt upp i 30°. Ef hroll-
ur er í sjúklingnum, gefið
honum heitan drykk (ekki
kaffi), eða þunna súpu, bæt-
ið fötum á heilbrigðu hluta
líkamans (ekki hitabrúsa)
og nuddið þá, t. d. iljarnar
o. s. frv., ef þær eru kaldar.
Ef bruninn er mjög útbreiddur,
jafnvel þó hann sé mjög
grunnur, á kælivatnið að
vera volgt, 25—30°. Þvi
hlýrra sem kælivatnið er, því
minna dregur það úr sárs-
auka. Halda verður áfram
kælingunni þar til allur sviði
og sársauki er horfinn, e.
t. v. allt upp í 5 klst. eða
lengur.
6. Snertið ekki brenndu svæð-
in með fingrunum.
7. Ef nauðsynlegt er að setja
umbúðir á brunann, verður að
þvo sér vandlega með sápu og
vatni, hclzt undir rennandi krana.
8. Hringið til læknis og biðj-
ið hann að koma. Sjúkling ætti
elcki að flytja í spítala fyrr e-n
læknir hefur séð hann, og undir
öllum kringumstæðum ætti að
kæla brunann áður en tekinn er
tími til að hringja í lækni, slysa-
varðstofu eða spítala.
9. Notið ekki nein smyrsl.
10. Ef ómögulegt er að ná til
læknis, spítala eða hjúkrunar-
konu, verður að reyna að láta
sjúklingnum iíða eins vel og unnt
er, telja í hann kjark og fylgjast
vel með liðan hans fyrstu 3—4
sólarhringana, a. m. k.
11. Þegar kælingin er afstað-
in og sjúklingurinn tiltölulega
laus við sársauka, er bezt að
hafa brenndu svæðin ber án
nokkurra umbúða. Ef það er ó-
gerlegt, verður að hylja sárin
með sótthreinsuðum umbúðum,
eða hreinu, mjúku, nýþvegnu lér-
efti. Munið að láta bómull aldrei
næst sári, hún festist í sárinu.