Úrval - 01.04.1962, Page 50
58
Ú R VA L
12. ViS allan meiriháttar og
útbreiddan bruna, jafnvel þó
bruninn virðist yfirborðslegur,
iná búast við hinu hættulega
brunalosti.
Helztu exnkenni hitalosís:
Sjúklingurinn er hræddur, ó-
rólegur og fölur. Húðin er köld
og þvöl, andardráttur hraður,
grunnur og óreglulegur.
Meðferð:
a) hátið sjúklinginn liggja útaf
með höfuð lægra en fætur.
b) Losið um föt hans.
c) Hyljið hann léttum fatnaði
til að halda honum heitum,
en ekki svo að hann svitni.
d) Leysið upp eina teskeið af
matarsalti og iiálfa teskeið af
bökunarsóda í einum lítra
vatns, og gefið honum smá-
sopa með eins stuttu milli-
bili og unnt er, án þess að
honum verði óglatt. Hættið
að gefa upplausnina ef sjúkl-
ingurinn kastar upp.
e) Umfram allt, reynið að láta
sjúklingnum líða eins vel og
liægt er, dragið úr ólta hans
og' haldið honum rólegum.
f) Gefið honum róandi og
verkjaeyðandi lyf eftir því
sem hann þarf með.
Að endingu skal það tekið fram,
að því betur og samvizkusamleg-
ar sem þessum ráðum er hlýtt í
einu og öllu, því meiri líkur eru
fyrir bata.
♦
Prófaðu þekkingu þína.
1. Hvenær er þrenningarhátíð?
2. Hvaða stöðu hafði Herr von Ribbentrop í Hitlersstjórninni?
3. Hvað eru hjón, sem eiga „rúbín-brúðkaup“, búin að vera lengi
í hjónabandi?
4. Hvað eru Súlur Herkúlesar?
5. Hvaða þrjú riki í Evrópu hafa konu fyrir Þjóðhöfðingja?
6. Hvaða land hefur orðið Helvetia á frímerkjum og hvað merk-
ir það?
7. Hvað heitir hæsta fjallið, sem er á vinstri hönd, þegar farið
er norður yfir Holtavörðuheiði?
8. Hver var fræðslumálastjóri 1940?
9. Hverjir eru hinir fimm miklu harmleikir Shakespeares?
10. Hvað er í rúminu milli stjai'nanna?
Svör á bls. 102.