Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 55
1----------------------------------------------------
Furðuleg björgun — furðulegt slys
Eftir Halldór Stefánsson, fyrrv. alþm.
A Ð mun hafa verið 1921,
að nokkrir Njarðvíkingar
fóru á báti til Bakkagerðis í
Borgarfirði (eystra) að sækja
kornvörur. Þeirra meðal voru
feðgarnir Sigurður Þorkelsson
og synir hans Björn og Sigurð-
ur.
Að loknum erindum í Bakka-
gerði lögðu Þeir heimleiðis með
fermdan bát. Þegar nokkuð var
komið út með ströndinni, tók
að hvessa og ýfa sjó. Og Þegar
komið var að lendingu í Njarð-
vík, var þar komið mikið brim-
rót.
Heimamenn í Njarðvík sáu
til bátsins og fóru niður að
lendingarstaðnum til að leið-
beina og standa við landtöku
bátsins. Var sætt lagi, er þótti
vera, að taka lendingu. En lend-
ing tókst svo illa, að bátnum
hvolfdi í brimgarðinum. Menn
björguðust þó í land nema
Björn Sigurðsson. Þegar að
honum var hugað, sást að hann
fleytti sér á mjölpoka utan við
brimgarðinn.
Engin ráð sáu þeir, er í
landi voru, að koma honum á
nokkurn hátt til bjargar. Bar
aldan hann burt frá lending-
unni, sem var sunnan Njarð-
víkurár, en aftur nálgaðist
hann sandinn norðan ár, þar
fleytti brimrótið honum á land
á mjölpokanum.
Þetta þótti einstæð björgun,
en þó vel skiljanleg. Loftið í
mjölinu heldur pokanum á
floti. Hér var ekkert fyrir haf-
rótið að bylta um, og aðfall
brimsins bar hann að sandin-
um. Mest valt á þreki Björns
og rólyndi að þola slög öld-
unnar og kulda sævarins, og að
láta sér ekki verða hughvarf.
Stuttu síðar fluttu þeir feðg-
ar til Borgarfjarðar og gerðu
út bát þaðan. Uppsátrið var í
þröngum klettabás í Kiðubjörg-
um.
Það bar svo til haustið 1923,
að gerði óláta storm af hafi.
Uggðu þeir feðgar um örj'ggi
bátsins og fóru til með fleiri
mönnum að draga hann lengra
upp í básinn. Röðuðu menn-
irnir sér við bátinn, og voru
Þeir feðgar, Sigurður og Björn,
aftastir, sinn hvorum megin.
E'n í sömu svifum gekk ólag
yfir bátinn og mennina. Björg-
uðust mennirnir nema þeir
tveir, sem aftastir voru. Útsog-
ið tók þá með sér í hina votu
og köldu sæng.
Óræð eru örlögin.
Ægir, sem nokkrum árum
fyrr hafði skilað Birni Sigurðs-
syni á land í mjölpoka, sótti
hann nú ásamt föður hans á
land upp. - i).j