Úrval - 01.04.1962, Side 65
ÓGLEYMANLEGVR MAÐUR
73
um þa'ð að hverjum einstaklingi
væri það ríkust nauðsyn að rækta
hið góða í sjálfum sér, að eflast
að siðgæði. Það var bjargföst
vissa hans að undirstaða alls
sjálfsþroska væri sú, að maðurinn
væri ætíð herra yfir hugsun sinni,
athöfnum og ályktunum, að ein-
stakiingurinn setti sig aldrei út úr
vitsmunalegu jafnvægi við sam-
félagið. Hann var strangur og
kröfuharður, en hann gat einnig
verið flestum mönnum skilnings-
ríkari á veikleika manna, þá er
ekki voru af ásetningi. Hann átti
mikinn þótta gagnvart þeim er
þóttust þess umkomnir að dæma
skoðanir hans fjarstæður einar
eða hugarflug hans heilaspuna.
Hann leit á það sem hlutverk
íslendinga að byggja upp þjóð-
félag er væri samansett af heið-
arlegum, alísgáðum, siðferðilega
þroskuðum einstaklingum. Und-
irstaða þess þroskamöguleika
væri sú að mennirnir hættu að
líta á sjálfa sig sem svo ómerki-
legt efni að þar væri engu að
halda til haga, og að aðeins sé
tjaldað til þeirrar einu nætur er
kalla mætti að jarðvist okkar sé.
Lífstrú hans var björt og fram-
sækin. Hann leit á það sem æðstu
skyldu hvers einstaklings að
grafa elski það pund í jörðu er
honum var fengið til ávöxtunar,
heldur temja sig með raunsærri
sjálfsögun til framhaldandi
þroska. Afleiðing þess yrði sú,
að samfélagskenndin, bræðralag-
ið og réttlætið yrði hið rikjandi
afl í breytni manna og athöfnum,
þjóðfélaginu til vaxtar og við-
gangs í framþróun til siðrænni
lifnaðarhátta og fegurra mann-
lifs.
Það má segja að i þessu sé lítið
nýtt e-ða frumlegt, þetta sé allt
áður kunnugt, en það rýrir ekki
gildi þess. Siðalögmálin eru
gömul, — rykfallinn bókstafur
fyrir þorra manna, hugsjón þeim
er dýpra skyggnist. En það er
óvenjulegt og eftirminnilegt að
hafa þekkt mann er lifði þessari
hugsjón jafn ýtarlega og heils-
hugar og Jón Árnason.
Jón Árnason hefði getað gert
að einkunnarorðum sinum ljóð-
iínur Einars Benediktssonar:
„Eg veit að ailt er af einu fætt,
að alheimsins líf er ein voldug ætt
dauðleg, eilíf og ótal-þætt
um afgrunns og himins slóðir".
Sú var trú hans og bjargföst
vissa. Og sú trú var byggð á inn-
sæi í þá heima er öllum þorra
manna eru óljóst hugboð eða
þokukennd óvissa. Hugur hans
flaug ofar öllum vetrarbrautum.
Hann hlustaði eftir samræminu
í söng hnattanna og hann komst