Úrval - 01.04.1962, Page 67
Er loftið
að verða eitrað?
Það er orðið að dlþióðlegu vandamáli, live and-
rúmsloftið spUlist af reyh og óhollum gufum
frá vélum og efnaiðnaði.
EYKURINN, sem liö-
asc vingjarnlega upp
úi strompum hús-
anna og hið ógn-
þrungna bólsturský,
sem myndast við kjarnorku-
sprengingu, eru einungis tveir
þættir eins og sama vandamáls,
sem er jafngaýnalt sköpunarverk-
inu.
Spilling andrúmsloftsins hófst
ekki með manninum, en í þeirri
viðleitni sinni að gera sér lífið
sem þægijegast og taka sem mest-
um verldegum framförum, hefur
maðurinn mengað svo andrúms-
loftið, að sú íblöndun er orðin
afdrifaríkt vandamál um allan
heim.
Eiturmengað þokuloft hefur vald-
ið dauðsföllum í Lundúnum,
Meusedalnum í Belgíu og borginni
Donora 1 grennd við stáliðjuver-
in miklu í Pittsburgh, og er þar
með sýnt og sannað, hversu
hættuleg þessi loftmengun ge-tur
orðið.
Þá hefur Alþjóða Heilbrigðis-
málastofnunin birt niðurstöður af
rannsóknum og athugunum
lækna, veðurfræðinga og efna-
fræðinga og ýmissa annarra vís-
indamanna, þar sem segir í for-
mála, að mögulegt sé að eitthvert
samband sé á milli stöðugrar loft-
mengunar og sjúkdóma eins og
bronkítis á alvarlegu stigi og
lungnakrabba.
Þótt maðurinn megi sjálfum sér
eingöngu um það kenna, hversu
mikil þessi mengun andrúmslofts-
ins er orðin, hefur að öllum lík-
indum aldrei verið um algerlega
ómengað andrúmsloft að ræða.
— Úr World Health, stytt.
75