Úrval - 01.04.1962, Page 68
76
ÚRVAL
ÁSur en maðurinn kom til sög-
unnar, hefur það mengazt af rotn-
un hræja og skógareldum. Þegar
maðurinn vann sinn fyrsta tækni-
lega sigur með beizlun eldsins til
þjónustu við sig, hófst mengun
andrúmsloftsins þó fyrst fyrir
alvöru.
Það var þó ekki fyrr en farið
var að nota kol til eldsneytis, eða
í byrjun 13. aldar, að reykmengun
loftsins vakti athygli manna, að
því er dr. E. C. Halliday, suður-
afríkanskur sérfræðingur, segir i
sagnfræðilegu riti sinu um loft-
mengunina.
En mengun andrúmsloftsins
varð þó ekki vandamál fyrr en á
14. öld. Þegar árið 1300 var spill-
ing andrúmsloftsins yfir Lundún-
um orðin slík, að bannað var
með konunglegri tilskipun að
brenna þar kolum í húsum.
Brennisteinn, blý, blásýra.
Með notkun kolanna sem elds-
neytis kom fram nýtt loftspilling-
arefni, brennisteinssýringur. Það
var þó ekki fyrr en 300 árum
siðar, að hinn óþægilegi þefur af
kolareyknum og ertandi áhrif
hans á slímhimnur í hálsi og nefi,
var rakið til brennisteinsins í
kolunum.
Síðar varð þróun málmiðnaðar-
tækninnar til þess að mengun
loftsins af brennisteinssýringi
jókst að stórum mun. Iðnaði þess-
um var og samfara mengun lofts-
ins af gufum, sem að meira eða
minna leyti voru mettaðar blýi,
blásýru, kopar og öðrum málm-
tegundum.
Brennisteinsvetni, fluoridvetni,
köfnunarefni og' kolsýringur urðu
síðan þau loftspillingarefni, sem
sífjölgandi iðjuver og verksmiðjur
spúðu frá sér út í andrúmsloftið.
Og nú fyrir skemmstu hefur svo
beryllium bætzt við og aukið enn
á hættuna.
Þáttur veðráttunnar.
Þótt upptalning þessi sé þegar
Halliday áherzlu á það, að öll lík-
orðin uggvekjandi, leggur dr.
indi séu til þess að i framtíð-
inni leiði það af nýrri iðntækni
á ýmsum sviðum, að ný loftspill-
ingarefni myndist, sem mengi
fyrst i stað andrúmsloft iðnverka-
mannanna, það er inni í verk-
smiðjubyggingunum og i grennd
við þær, en síðan einnig and-
rúmsloftið yfir borgunum, nema
öruggar varúðarráðstafanir verði
gerðar jafnóðum.
Sagan endurtekur sig, jafnvel
þótt einungis sé um mengun and-
rúmsloftsins að ræða. Einstakl-
ingarnir urðu til þess með elds-
notkun sinni að hún hófst fyrir
alvöru. Nú eiga ökumennirnir, að