Úrval - 01.04.1962, Síða 69
LOFTIÐ
77
því taliS er, mesta sök á einu nýj-
asta og mest umtalaða afbrigði
þessa ævaforna vandamáls —
mistrinu yfir Los Angeles.
Þetta augnaertandi mistur, sem
oft rökkvar sólina yfir Kaliforníu,
er ný tegund loftspillingar. Auk
þess er það að einu og mikilvægu
leyti liiiðstætt því loftspillingar-
fyrirbæri, sem orsakaði mann-
dauða á þrem stöðum — í Lund-
únum, Meusedalnum og Donora
— og varð til þess að sýna mönn-
um framá aðkallandi nauðsyn
þess að koma á ströngu eftirliti
með loftmenguninni.
Þessi hætta er einkum fólgin í
þeim hitabreytingum, sem orðið
geta í andrúmsloftinu, og valda
þvi að kaldara loftlag afkróast
lágt við jörö af heitari loftlögum
uppi yfir, og fyrir bragðið mettast
þetta lag af mengunarefnunum,
þar sem ekki er um neitt upp-
streymi að ræða.
„Mettun kalda loftlagsins af
reyk og öðrum mengunarefnum
hindrar svo að sólargeislarnir
geti yljað svörðinn sem síðan
mundi hita frá sér kalda lofts-
lagið og losa um það“, segir Louis
C. McCabe, Bandaríkjamaður, sem
unnið hefur að rannsókn þessa
fyrirbæris.
Eiturþokan í Meusedalnum.
Fyrirbæri þetta veldur iöulega
þokumyndun, vegna þess að hita-
stig loftsins við jörðu er lægra
en daggmyndunarhitastig loftrak-
ans.
Það lá þykk þoka yfir daln-
um meðfram Meusefljótinu, og
raunar yfir allri Belgíu, fyrst í
desembermánuði 1930. En þrátt
fyrir þennan úrga og myrlca hjúp,
sem duldi því sem næst skiptingu
sólarhringsins í dag og nótt, var
ekki dregið úr starfinu eða af-
köstunum í hinum fjölmörgu iðju-
verum og verksmiðjum, sem
standa meðfram ánni á 150 mílna
svæði.
Reykjarmökkurinn vall án af-
láts upp úr reykháfunum, sem
gnæfðu eins og skógur yfir
bræðsluofnana, stálpressurnar og
orkuverin. Glerverksmiðjurnar,
sementsverksmiðjurnar, zink-
vinnslustöðvarnar og áburðar-
verksmiðjurnar voru í fullri
starfrækslu eins og venjulega.
Og ekki veitti heldur af að hita
almennilega upp heimilin i þess-
um hráslagalculda, enda brunnu
eldar glatt á hverjum arni í borg-
arhverfunum og kolareykurinn
liðaðist upp úr hverjum strompi.
Hversdagslífið á þessu mikla iðn-
aðarsvæði gekk að öllu leyti sinn
vanagang.
Gekk sinn vanagang að öðru
leyti en því, að dauðinn lá í
leyni í hinni myrku þoku, sem