Úrval - 01.04.1962, Síða 70
ÚRVAL
78
]á kyrrstæð lágt með jörð fyrir
vissar, veðurfræðilegar aðstæður.
Á þriðja sólarhring þessa
myrkviðris tóku íbúarnir á iðn-
aðarsvæðinu að kvarta um hósta-
valdandi ertingu, mæði, máttleysi
og önnur óþægindi og vanlíðan.
Aldrei var vitað með vissu hve
margir sýktust, að þvi er banda-
riski heilsufræðingurinn, dr.
Harry Heimann, tekur fram, en
álitið var að þeir hefðu „skipt
þúsundum".
Talið er að um sextíu hafi lát-
izt af völdum andrúmsloftseitr-
unar, en alls voru mannslát tíu og
hálfu sinni fleiri meðal ibúanna
en eðlilegt gat talizt á jafnskömm-
um tíma og um þetta leyti árs við
venjulegar aðstæður.
Fólk það er sýktist var á öllum
aldri og af báðum kynjum, en
ekki varð það þó að bana öðrum
en þeim sem nokkuð voru við
aldur, eða þjáðust af langvinnri
veilu í hjarta eða i lungum. Sýk-
ingin kom fram sem þroti og
hólga í þeim slímhimnum lik-
amans, sem loft leikur helzt um,
einkum í öndunarfærunum.
Lík hinna látnu voru krufin og
rannsökuð. Iíom þá í ljós að sýk-
ingin stafaði af ertandi efni eða
efnum, sem verkuðu á slímhimn-
ur öndunarfæranna.
Eftir nákvæma athugun á öll-
um þeim gastegundum og loft-
kenndum efnum, sem bárust upp
í andrúmsloftið — var það hald
sérfróðra manna að lofttegundir,
mettaðar brennisteinsefnum,
hefðu valdið sýkingunni og mann-
dauðanum, segir dr. Heimann.
Eiturþokan yfir Meusedalnum
varð til þess að vekja almenna
athygli á því, að loftmengunin
gæti haft alvarlegar afleiðingar
fyrir heilbrigði manna.
Manndauðinn í Donora.
Dr. Halliday kallar manndauð-
ann í Donora „sagnmerkan at-
burð“, og þá ekki eingöngu fyr-
ir þá umfangsmiklu rannsókn,
sem þeir atburðir hrundu af stað
árið 1948, „heldur fyrst og fremst
fyrir þá athygli sem þeir vöktu
meðal visindamanna á loftmeng-
uninni, og þá helzt i Suður-Af-
ríku og Ástralíu og öðrum „ung-
um“ ríkjum, þar sem ibúatala
borganna var að ná því marki, að
búast má við því að valdi loft-
spillingu".
Manndauðinn í Donora varð og
til þess, að hafin var rannsókn
á viðbrögðum mannsins gagn-
vart áhrifum loftmengunarinnar.
Seytján manns létust í Donora
á fimm dögum, en samkvæmt
skýrslum hefði verið eðlilegt að
tveir hefðu látizt þar á því tíma-
bili. Nokkru seinna létust og þrjár