Úrval - 01.04.1962, Side 74
82
ÚRVAL
andi tónhæð meS mismunandi
yfirtónum, sem tónskáldiö velur
þeim ásamt mismunandi tón-
lengd og styrkleika.
Hún sýndi stutt dæmi „conc-
rete“ (hlutkenndrar) tónlistar;
hún lék það hljóð, sem myndast,
þegar slegið er með blýanti i
mjótkurflösku, og síðan lék hún
sama hljóð i mismunandi tónhæð
og með hljómfalli, sem skipulagt
var á þann hátt, að tónarnir
mynduðu iagið við „Litlu, brúnu
könnuna" (Little Brown Jug).
Hún tók það fram til skýringar,
að „crescendo“ (vaxandi styrk-
ur) næst ekki eingöngu með því
að auka styrkleikann, og síðan
lék hún verk eftir sig. Það var i
„crescendo", uppbyggingin var
margslungin. Verkið iiktist hljóð-
um, sem berast úr risavöxnum
frumskógi, þar sem barið er á
ótal trumbur. A máli tónlistarinn-
ar mætti segja, að verkið hafi
staðið miklu nær Sibeliusi en
Stockhausen. Hún lék annaS verk,
sem virtist ekki hljóma neitt ó-
venjulega. Það var „Passacaglia"
eftir Ivor Walsworth, aðlaðandi
verk. En það dæmi var tiltölulega
iítið sannfærandi, þar eð það
hefði mátt leika það allt, að und-
anskildu niðurlaginu, á hljóðfæri
sinfóníuhljómsveitar.
Maður ætlast til þess af raf-
eindatónlistinni, að hún beinist
að og kanni hljóð þau og hljóma,
sem liggja utan verkahrings hljóð
færa þeirra, sem menn leika á.
Nú sem stendur virðist verkaskrá
rafeindatónlistar um of takmark-
ast við hljóma, sem minna annað
hvort á kirkjuorgel eða vinnu
byggingarverkamanna við niður-
rif húsa.
Það eru aðeins tíu ár liðin,
siðan dr. Herbert Eimert tók að
kanna möguleika þess, að semja
tónverk með rafeindatónum ein-
vörðungu og hjálp segulbands-
tækis, og ef til vill er það tákn-
rænt, að langsamlega viðfeldnasta
og tónrænasta rafeindaverkið,
sem samið hefur verið á þessum
áratug, er „Söngur piltanna við
logandi eldbræðsluofninn" (Song
of the Boys in the Fiery Furance)
eftir Stockhausen. Verk þetta tek-
ur að láni hjá hlutkenndri
(concrete) tónlist þann verk-
máta, að láta mannsrödd flytja
grunnstef þess. Eyrað skynjar og
skilur að minnsta kosti styrkleika
og blæ tónanna í verki þessu, en
í öðrum verkum heyrast skellir
í járnbitum og heyra má tíma-
sprengjur springa, og rökin fyrir
samsetningnum öllum koma ekki
raunverulega fram.
Það er ekki hið rétta andsvar,
að æpa bara „della“, heldur að
viðurkenna eigin fáfræði af meiri
hreinskilni. Rafeindatónlist er