Úrval - 01.04.1962, Síða 78
86
Ú R VA L
afstöðu sína til eiginkonunnar
með hröðum akstri“.
Margs kyns nefkvillar, kvef og
bólgur og ígerð i ennis- og kinn-
beinaholum hafa oft blossað upp,
um sama leyti og tilfinningalíf
einhvers hefur komizt í uppnám.
Reiði eins sjúklingsins breyttist
í nístandi kvaiir í baki, hjá öðr-
um olli reiði ofsalegum höfuð-
verkjum. Niðurbæld reiði olli oft
meltingartruflunum. Margir þeir,
sem bældu niður reiði sina, þjáð-
ust af háum blóðþrýstingi.
Dr. Alan A. McLean, sálfræði-
legur ráðunautur hjá fyrirtækinu
International Business Machines
(Alþjóðlegar skrifstofuvélar) —
bendir á, „að þjóðfélagið líti það
óhýru auga, að við missum stjórn
á tilfinningum okkar, og því um-
myndum við reiði okkar i undir-
vitundinni og breytum he-nni í
líkamleg einkenni, þar eð sjúk-
dómar valda ekki eins miklum
álitshnekki".
Dr. Daniel Funkenstein við
læknadeild Harvardháskólans
rannsakaði viðbrögð 125 he-il-
brigðra nýstúdenta við skólann
við alls kyns álagi á tilfinninga-
tíf þeirra, og hafa rannsóknir
þessar aukið mjög mikið skilning
manna á eðli reiðitilfinningar-
innar.
Fyrst var nýstúdentunum sagt,
að fyrir þá yrðu lögð einföld
dæmi 8. bekkjar barnaskólanna
(þ. e. um 12 ára aldursflokks).
Var tekið fram, að þeir gætu
leyst dæmi þessi án blaðs eða blý-
ants. En dæmin voru ekki auð-
veld, og þeir, sem rannsökuðu
þá, hæddu þá og hrjáðu á alla
lund.
Siðan voru nýstúdentarnir
reyndir með hljóðtruflunartæki.
Sérhver þeirra var beðinn um að
lesa sögu og endurtaka hana síð-
an mjög hratt eftir minni. Ný-
stúdentinum var leyft að hlusta
á sjálfan sig með hlustunartækj-
um, festum við eyrun, en stillt
var á miklu minni talhraða en
hans eigin. Ef hann hægði á sér,
fékk hann lítils háttar rafmagns-
1 luoo-
Því hraðar sem hann reyndi
að tala, þeim mun meira kom
hljóðtruflunartækið lionum til að
stama, en það hindraði hann svo
aftur í að tala hratt. Óhjákvæmi-
leg afleiðing var síðan vonleysis-
leg uppgjöf og reiði. Einn ný-
stúdentinn sagði að tilraununum
loknum: „Ég var með hræðilegan
höfuðverk, þegar ég kom þaðan
út“. Annar sagði: „Ég var reið-
ur í þrjá daga samfleytt“.
Dr. Funkenstein skilg'reindi
þrjár tegundir tilfinningavið-
bragða, sem algengastar reynd-
ust i tilraunum hans. Hann nefndi
viðbrögð þessi innhverfa reiði