Úrval - 01.04.1962, Qupperneq 79
87
HVAÐ GERIST ÞEGAR ÞÚ REIÐIST?
(sem beinist gegn manninum
sjálfum), úthverfa reiði (sem
heinist út á við að einhverjum
öðrum) og ofsakvíða. Hann upp-
götvaði það einnig, að eitt til-
finningaviðbragð greindist frá
öðru við tilveru mismunandi
kemiskra efna i likamanum, er
taugakerfið brást öðruvísi við
reiði, en ótta eða kvíða.
Líffræðilega séð hafði maður,
haldinn úthverfri reiði, of mikið
af nor-epinephrine í sér (en það
er álitið myndast í taugaendum).
í likama manna, sem haldnir
voru innhverfri reiði eða ofsa-
kvíða, var of mikið af epinep-
hrine, efnaskipta-kirtlavökva,
sem myndast i innri vefjum
nýrnahettanna og hefur víðtæk
áhrif á'aha líkamsstarfsemina. Á
hinn bóginn framkallar tilvera
norepinephrine næstum engin al-
menn viðbrögð.
Menn þeir, sem haldnir voru
innhverfri reiði, höfðu miklu ör-
ari æðaslátt en hinir. Sumir þess-
ara manna, sem voru undrandi
yfir því, að vera látnir þola svona
„illa meðferð", voru hryggir,
grétu ákaft og ásökuðu sjálfa sig.
Mennirnir, sem haldnir voru út-
hverfri reiði, sýndu ekki sterk
merki ákafra hkamlegra við-
bragða, en virtust vera í geðs-
hræringu á yfirborðinu.
Sálfræðilegar tiiraunir leiddu
það í ijós, að samband þitt við
föður þinn muni liklega vera
náið og ástúðlegt, ef þér hættir
fremur til innhverfrar reiði. Þá
munu skoðanir þínar líklega einn-
ig vera frjálslyndar, þú niunt
vera innhverfur að eðlisfari,
fremur ásaka sjálfan þig um ým-
islegt en aðra og gei^a þér grein
fyrir því, að ýmsir þættir til-
finningalifs þíns birtast í verk-
um þínum.
Ef einhverjum manni hættir
fremur til úthverfrar reiði, þá
er hann oft haldinn fjandsamlegu
viðhorfi gagnvart föður sínum
eða á milli þeirra er oft um á-
rekstra að ræða. Ef til vill mun
hann álíta föður sinn vera strang-
an og að erfitt sé að gera hon-
um til hæfis. Sama manni hættir
til að vera haldinn afturhalds-
sömum skoðunum, að vera hleypi-
dómafullur, fullur ásakana gagn-
vart öðrum og búa yfir mjög litl-
um hæfileika til innhverfrar í-
hugunar. í lífi manna þeirra, sem
sýna merki ofsakvíða, er allt vald-
ið hjá móðurinni, en faðirinn er
oft mildur eða fjarverandi.
Hvers konar fólki hættir helzt
til þess að vera skapbrátt? Dr.
Funkenstein segir: „Því hærra
sem litið er í þjóðfélaginu, þeim
mun meiri tilhneiging er fjrrir
hendi til þess að beina reiðinni
inn á við og verða hryggur og