Úrval - 01.04.1962, Page 87
HANN FANN VEGINN TIL STJARNANNA
95
ans og sitthvað varðandi sjón-
fræði. Hann ritaði bók um vís-
indaskáldskap og kynnti sér sól-
bletti. En eitt stórt verkefni var
óleyst: að efna loforðið, sem hann
hafði gefið Tycho Brahe um að
fullgera töflurnar um stöður
Stjarnanna, en á þvi verki hafði
Brahe byrjað.
í borginni Ulm við Dóná, lauk
Képler við stjörnuútreikninga
Braiie og bætti við þá. Síðan vorh
þeir gefnir út sem bók, er bar
nafnið Töflur Rúdólfs. Bók þess-
ari var vel tekið, en heiðurinn
dæmdist á Brahe. Töflur þessar
eru undirstaða nútímasiglinga-
almanaka, og næstu öldina studd-
ust allir skipstjórnarmenn við
þær. Og að lokum bar elja og
snilli Keplers fjárhagslegan
ávöxt: Honum til heiðurs veitti
Ferdinand keisari II honum líf-
eyri og heimili í Sagan í Silesiu.
En fljótlega syrti að á ný. Kepl-
er var ekki heill heilsu og lífeyr-
irinn skorinn við nögl, svo hann
hafði áhyggjur af framtíð konu
sinnar og barna. Einn hvassviðr-
isdag að hausti til ók hann til
Regensburg, þar sem ríkisþingið
kom saman. Hann vonaðist til að
fá greidda álitlega fjárhæð, sem
ríkið átti vangoldið honum. Þeg-
ar hann kom til borgarinnar hafði
hitasótt náð tökum á honum, og
þrettán dögum síðar andaðist
hann, — 15. nóvember 1630.
Ekki fékk hann að vera í friði
í gröf sinni fremur en í lífinu
sjálfu. Sem Lúterstrúarmaður var
hann grafinn utan borgarmúr-
anna í Regensburg, og þrem ár-
um síðar týndist gröfin, þegar
hermenn spilltu kirkjugarðinum
með þvi að gera brjóstvörn úr
legsteinunum. En Kepler hefur
sjálfur reist sér bautastein, sem
er óbrotgjarnari en öll. <mann-
virki. Hans verður lerigi minnzt
sem mikils vísindamanns og
brautryðjanda.
Sinni kristnu trú hélt hann til
æviloka, og enn er við lýði 'ein
af bænum hans: „Góður guð, þú
hefur sýnt okkur mönnunum
dýrð þína og mátt í ýmsum furðu-
verkum náttúrunnar. Lofaðu mér
að fullgera það starf, sem þú hef-
ur kjörið mig til að framkvæma,
svo mennirnir fái skilið þitt dá-
samlega sköpunarverk. Amen“.
Undarlegt en satt.
ÞAÐ er rúm fyrir um t>að bil þrisvar sinnum meira í maganum
á 20 kg hundi heldur en 75 kg manni. Það er skýringin á því
hve sumir hundar geta látið í sig miklu meira en húsbændur
þeirra.