Úrval - 01.04.1962, Page 88
AÐ
HÆTTA
AÐ
HRJÓTA
Það er nokkur von um, að
unnt sé að hjfílpa fólki tU aO
hætta að hrjóta — og þaO
væri sannarlega gott, þvi aO
það er staðreynd, aO hrotur
hafa orðið tUefni hjónaskUn-
aðar.
Eftir Walter H. Waggoner.
BÚAR „Hrotheims-
ins“, sem er nokkurs
konar neðri byggð
„Dottheimsins", mega
vera þakklátir fyrir,
að vissar umræður áttu sér stað
meðat nokkurra lækna í Lundún-
um fyrir um ári. Læknir nokkur
kom að máli við dr. Harvejr
Flack, starfsbróður sinn, ritstjóra
hins vinsæla mánaðarrits Brezka
Læknafélagsins, en málgagn það
ber nafnið „Heimilislæknirinn"
fFamily Doctor), og læknir þessi
sagði eithvað á þessa leið:
„Hvernig litist þér á, að við hæf-
um í sameiningu rannsókn
á hrotum fólks og möguleik-
um á lækningu á þeim kvilla‘?“
Það fyrirfinnast engin raun-
veruleg læknisráð við hrotum, og
furðu fá ráð fyrirfinnast í göml-
um kerlingarbókum eða fórum
„hómópata“ við svo algengum og
slæmum kvilla. Hlutverk dr.
Flacks átti að vera fólgið i því, að
leita sjálfboðaliða úr „Hrot-
heimi“, sem fengjust til þess að
ástunda visst æfingakerfi, sem
starfsbróðir hans hafði fundið
upp og hann vildi reyna sem
nokkra eða algera lækningu við
hrotum.
Viðbrögð íbúa „Hrotheimsins“
voru ánægjuleg og furðuleg í
senn. Starfsfólk „Heimilislæknis-
— Úr New York Times Magazine, stytt. —
96