Úrval - 01.04.1962, Síða 94
102
ÚRVAL
menn orðnir sannfærðir um það,
að ekki væri hægt að treysta á
skurðaðgerðirnar einar.
Árið 1958 var í krabbalækn-
ingastöð einni í Maryland, Banda-
ríkjunum, hafizt handa um að
prófa lyfjagjafir samhliða hand-
læknisaðgerðum. Þetta var þá
nýjung. Ýmis lyf voru prófuð, og
læknarnir einskorðuðu sig ekki
við vissa tegund af sjúkdómnum.
Beztur árangur hefur náðst á
brjóstkrabba með lyfinu Thio-
Tepa, sem er unnið úí- köfnunar-
efnis-mustarði (nitrogen must-
ard). Lyf þetta ber ekki árangur
nema gegn krabbameini í brjósti,
og er það vísindamönnum hrein-
asta ráðgáta.
En ótal sannanir eru til fyrir
ágæti lyfsins gegn brjóstkrabba.
Skýrslur hafa sýnt, að líkurnar
til að sjúkdómurinn taki sig upp
aftur eru miklu minni, sé lyfið
gefið jafnframt uppskurðinum. 1
þeim tilfellum er talið að 76 sjúkl-
ingar af hundraði fái langvarandi
bata, en 58 af hundraði þeirra
sjúklinga, sem gangast undir að-
gerð án Thio-Tepa-gjafar. Tvö til
þrjú ár eru að sjálfsögðu of
skammur tími til að hægt sé að
slá nokkru föstu um ágæti lyfs-
ins, þar sem sjúkdómur getur
gosið upp, eftir að hafa legið
niðri um árabil. En margt bendir
til þess, að við getum verið bjart-
sýn á gildi Thio-Tepa lyfsins og
þær endurbætur, sem kunna að
finnast á því.
Prófaðu þekkingu þína.
Svör við spurningum á bls. 58.
1. Sunnudagurinn næsti á eftir hvítasunnu. — 2. Utanríkisráð-
herra 1938—1945. -— 3. Fjörutíu ár. — 4. Fremstu oddar tanganna
sinn hvorum megin við Njörvasund. —■ 5. Bretland, Holland og
Luxemburg. — 6. Helvetia er hið latneska nafn á Sviss. Það er
notað til þess að þurfa ekki að birta nafnið Sviss á fjórum tungu-
málum: frönsku, ítölsku, þýzku og rómönsku, sem öll eru opinber
mál. — 7. Tröllakirkja. —■ 8. Séra Jakob Kristinsson. — 9. Hamlet,
Macbeth, Othello, Lear konungur og Antoníus og Kleopatra. —
10. Það er ekki algerlega tómt rúm. 1 því eru vatnsefnisatóm á
stangli og mekkir af geimryki. Atóm úr þyngri efnum eru að lík-
indum hér og hvar.