Úrval - 01.04.1962, Qupperneq 98
106
ÚRVAL
væri nú fundinn, var ekki að
vita hvar mennirnir leyndust.
Næst fara leitarmenn að Hellil-
gerði, sem er skammt þarna frá.
Þar eru þá fjárhús og hesthús,
en bær ekki byggður þar fyrr
en nokkrum árum síðar.
Þótti leitarmönnum ekki ólík-
legt að strokumennirnir leynd-
ust í þessum húsum. En er rann-
saka skyldi húsin, kom hik á
fyrirliðann og fylgdarmenn hans,
því húsin voru lág og dimm
og vitað var að strokumenn voru
vopnaðir góðum hnifum. Um sið-
ir gátu þeir þó gengið úr
skugga um, að mennirnir voru
ekki í fjárhúsunum. Þá var leit-
að um nágrennið, en án árangurs.
Leitarmenn hverfa nú til skips
og til Hríseyjar. Næsta dag hefja
skipsmenn enn leit, og er nú
skipstjórinn meðal leitarmanna.
Hann mun hafa getað talað norð-
uriandamál eða ensku. Fær hann
nú til leitar með sér nokkra menn
af yztu bæjunum fjórum á Ár-
skógsströnd. Fyrirliði þeirra var
Gunnlaugur Jónsson bóndi á
Krossum. Hann gat talað norður-
landamál og ensku.
Nú víkur sögunni til smalans á
Litla-Árskógi. Hann hét Gunn-
laugur Gíslason og er rúmlega
fimmtugur, er hér er komið sögu.
Hann þótti ekki fjölhæfur til
verka og því falin smalamennska.
Húsbóndi hans var Valdimar
Guðmundsson bóndi og skipstjóri.
Morgun þann, er strokumennirn-
ir komu hér að landi, situr Gunn-
laugur yfir kvíaám frá Litla-Ár-
skógi þar uppi í hliðinni ofan
við svokallað Hraun, sem er
hraunskriða úr fjallinu. Efst í
skriðunni eru tveir einstæðir,
stórir steinar og slútir annar
fram til suðurs, og myndast þar
skúti og gott skjól fyrir norðan-
átt.
Er Gunnlaugur nálgast þessa
steina umræddan morgun, sér
hann fyrst á eitthvað rauðieitt í
skútanum, en svo koma tveir
óþekktir menn í ljós. Húfur þeirra
voru rauðleitar og það voru þáer,
sem Gunnlaugur sá fyrst. Menn-
irnir gefa sig nú á tal við hann,
en auðvitað skilur hann ekki orð
af þvi, sem þeir segja. Þá fara
þeir að benda, fyrst til Hríseyjar
og á skipið, sem þar liggur, og
sést vel þarna úr fjallinu. Þá
vilja þeir gefa honum af nesti
sínu, brauð o. f 1., en Gunnlaugur
er tregur til að taka við því,
heldur jafnvel að hér séu á ferð
útilegumenn eða ekki mennskir
menn, því útlendinga hafði hann
aldrei fyrir hitt.
Þegar Gunnlaugur kemur heim
í Litia-Árskóg, er hann mjög óða-
mála, er hann fer að segja frá