Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 100
108
ÚR VAL
frá þessu skipi hafi stráð mjöli
frá lestaropi upp á bryggju og
með því lokkað rotturnar frá
skipinu.
Þar sem enginn framhaldsþátt-
ur er til af strokumönnunum og
ekki vitað um afdrif þeirra, er
þessari frásögn lokið.
Hvers vegna var skakki turninn í Pisa byggður?
SKAKKI TURNINN í Pisa í italíu, ein frægasta byggittg í
heimi, aðallega fyrir það að hann hallast, var reistur sem
klukkuturn með dómkirkju. Það var siður á miðöldum að reisa
klukkuturna i grennd við kirkjur en ekki áfasta við þær til þess
að glymur klukknanna truflaði ekki hinn guðrækna söfnuð, er í
kirkjunni var. Turninn er 57 og hálft fet í þvermál í grunninum
og um það bil helmingi grennri efst uppi. Hæðin er. 179 fet og
slútir hann nú um 16 og hálft fet. Margir standa í þeirri mein-
ingu, að turninn hafi verið látinn hallast af ásettu ráði. En sögn
um, að húsameistarinn hafi látið hann hallast þannig til þess að
vera minnisvarði þess, að hann var krypplingur. Þeir Bonnano
frá Pisa og Wilhelm frá Innsbruck ætluðu í rauninni að reisa
turn, er stæði teinréttur. En grunnurinn lét undan. Þegar turn-
inn var orðinn 35 fet á hæð, tók hann að síga öðrum megin niður
í sandinn og leirinn, og hallast til suðurs. Töluverður halli var
kominn á hann, þegar hann var kominn í fulla hæð, en seinna
jókst hann þó meira: Byrjað var á að reisa turninn 1173.
— Information Roundup.
*
A8 kæfa fiska
SUYA-INDlÁNAR i Suður-Ameríku beita þeirri veiðiaðferð að
kæfa fiska með því að eitra vatnið. Þeir vaða út í víkur og hylji
og berja með lurk knippi af sérstakri jurt, er þeir bera út á vatn-
ið, unz safinn rennur úr blöðunum. Þetta er mjólkurhvitur safi,
sem flýtur ofan á vatninu. Við það deyja smærri fiskar, og eru
tíndir upp. En stærri fiskar leita upp undir yfirborðið og eru þá
rotaðir eða stungnir til bana. Stundum veiðist svo mikið með
Þessari aðferð, að ekki verður torgað, og alltaf fást næ.gar birgðir
með þessu móti. — National Geographic.