Úrval - 01.04.1962, Qupperneq 106
ÚR VAL
ÍU
er hvasst, næstum dáleiðancli.
Hann er ræðusnillingur á við
Castro eða Hitler og getur fengið
áheyrendahópana í Afríku til
þess að tárast, hlæja eða fyllast
ofsareiði. Hvert sem Kenyatta
fer, ber hann á sér tákn valds
síns sem ættarhöfðingi. Það er
hárbrúskur úr sterti zebrahests,
og er brúskur þessi hlekkjaður
við úlnlið hans.
Hið raunverulega nafn Keny-
atta var Kamau wa Ngengi —
Kamau, sonur Ngengi. Faðir hans
var auðugur maður samkvæmt
mælikvarða ættflokksins. Hann
átti stórar landeignir og marga
nautgripi og geitur. Afi hans var
mundu mugo eða, með öðrum
orðum, góður töfralæknir; hann
gat sagt fyrir um framtíðina,
framkallað rigningu og sært burt
illa anda. Og allt var þetta fram-
lcvæmt gegn myndarlegri þóknun
sem venja er hvers sérfræðings.
Þegar gamli maðurinn hélt af
stað í ferðir sínar, leyfði hann
sonarsyni sínum að bera pokann
með töfragripunum. Og Kamau,
sem þrammaði upp og niður
brattar fjallshlíðar Kikuyulands-
ins á hælum afa sins, sá margt,
sem heillaði hann.
Einu sinni tók drengurinn þátt
í athöfn til þess að særa regn af
himnum ofan. Aðferðin var þessi:
fyrst var lamb kyrkt, rist á kvið-
inn og innyflunum komið fyrir
í tré, siðan var tréð smurt blóði,
svo gæddu me-nn sér á kjötinu,
og að síðustu var leifunum
brennt. Mörgum árum síðar
skrifaði Kenyatta af lítt dulinni
lotningu: „Bænum okkar var
fljótlega svarað, því að yfir okk-
ur steyptist ofsaregn, jafnvel áð-
ur en hinir helgu eldar voru út-
kulnaðir."
Arið 1895 stofnaði Stóra-Bret-
land vei-ndarríki, er náði yfir
Kenya og Uganda. Brátt tóku
hvítir kristniboðar að koma þang-
að, og síðar komu aðrir hvítir
menn, sem settust þar að og
stofnuðu búgarða. Landnemarnir
tóku hluta af Kikuyulandi, sem
var mjög vel fallið til ræktunar,
og síðan voru Evrópumönnum
einum leyfð afnot þessa lands,
og Kikuyumennirnir gátu aldrei
gleymt þessu.
Dag einn þegar Kamau litli,
sem þá var 10 ára gamall, var
að gæta nautgripa fjölskyldunn-
ar, strauk hann til trúboðsstöðv-
ar nálægt Nairobi. Stöðin var á
vegum skozku hákirkjunnar. Þar
var honum kennt að lesa og
skrifa ensku, honum voru kennd-
ar trésmíðar, og hann var skírð-
ur „Johnstone“ Kamau. Síðar fór
hann til Nairobi til þess að leita
gæfunnar, en Nairobi var þá
kofaborg í miklum uppgangi.