Úrval - 01.04.1962, Side 115
IIVERS VEGNA NÖLDRA KONUR?
123
áhrærandi barnauppeldið, — og
jafnvel enn fremur eftir að börn-
in eru uppkomin og farin a<5
heiman og móðirin fær á tilfinn-
inguna, að hún eigi ekki eins
mikil ítök í þeim og áður. Það
getur verið sár tilhugsun. Ég
held, að þessu atriði sé ekki gef-
inn gaumur, sem skyldi.
Enginn efi er á, að eiginmaður-
inn getur komið hér til mikillar
hjálpar. En það ætti að brýna
fyrir börnunum, að sýna móður
sinni sem mesta nærgætni undir
þessum kringumstæðum og láta
hana finna, að henni sé ekki
gleymt. Börnin geta haldið sínu
sjálfstæði engu að síður.
En hvað á eiginkonan að láta
koma á móti? Fyrst og fremst
að vara sig á nöldrinu, — nöidra
fremur um smámuni en það sem
djúpstæðara er. Það verðu'r frem-
ur fyrirgefið. Gott er að spyrja
sjálfan sig, þegar ergjan kemur
upp í manni og mann langar til
að láta eitthvað miður faliegt út
úr sér: „Er skynsamlegt að
segja þetta? Er þetta rétti tím-
inn til að láta það flakka?“
„Þú skalt ekki fresta því til
morguns, sem hægt er að gera
í dag!“ er góð regla, þegar um
jákvæða hliiti er að ræða. En hér
á hún ekki við, heldur annað
máltæki: Frestur er á illu beztur.
Eftir einn dag eða jafnvel enn
skemmri tíma er gremjuefnið oft
rokið út i veður og vind.
En það kostar oft mikið átak
að stilla sig í þessum efnum,
sérstalclega ef fólk hefur innst
inni lúmska ánægju af að stæla
eða jagast. Þetta er mikið alvöru-
mál. Ef ekki er fyrir hendi skyn-
semi og sjálfsagi til að sigrast
á vanstillingunni, er illt nærri.
Skapergi og nöldur hefur til-
hneigingu til að aukast smátt og
smátt, sé þessum iöstum gefinn
laus taumurinn. Það er ekki ó-
svipað eituriyfjanotkun. Sífellt
stærri og þéttari skammta þarf
til að fullnægja lönguninni. Þess
vegna er bráðnauðsynlegt að
koma i veg fyrir ósómann í tíma.
Og það er hægt ef vilji er fyrir
hendi. Öll eigum við að geta tam-
ið skap okkar svo, að við getum
lifað þessi fáu jarðvistarár okk-
ar tiltölulega sátt við guð og
menn.
V
VIÐ skulum ekki sýta um of yfir örðugri byrjun. Sá dagur, þegar
hún væri ekki til, myndi verða upphaf að endalokum.
— C. Wagner.