Úrval - 01.04.1962, Qupperneq 120
128
ÚRVAL
lítur helzt út fyrir, að þau séu
af einhverju dýri, sem dottið hef-
ur niður í brunninn. En gætuð
þér ráðið nokkuð af þessum bein-
um?“
Læknir þessi var Ný-Sjálend-
ingur, Smith að nafni, og var
hann ekki ýkja lengi að komast
að niðurstöðu. Hann sagði:
„Beinin eru af konu, sem hefur
verið milli 23 og 25 ára gömul.
Það eru þrír mánuðir síðan hún
dó, og hefur hún að minnsta kosti
einu sinni gengið með barn. Hún
hefur verið hölt. Hún hefur ver-
ið drepin með heimatilbúinni
byssulcúlu, en dó ekki fyrr en sjö
til tiu dögum eftir skotið".
Einn lögreglumannanna mælti
háðslega: „Þér sleppið augnlitn-
um!“
„Brúnn, geri ég ráð fyrir“,
anzaði Smith læknir og tók ein-
glyrnið frá auga sér.
Lögreglan tók að atliuga inál-
ið. Lögreglumönnunum til undr-
unar komust þeir að því, að smá-
vaxin egypzk kona, sem stakk
við og hafði átt barn, hafði horfið
fyrir þrem mánuðum siðan. Eft-
ir frekari eftirgrennslan hand-
tóku þeir föður hennar, og játaði
hann að hafa sært dóttur sína
banvænu skoti af slysni, er hann
var að hreinsa byssuna sína. Þeg-
ar lögreglumennirnir spurðu
Smith lækni, hvernig hann hefði
fengið vitneskju sína, svaraði
hann, að allt væri þetta mjög ein-
falt.
Bednin þrjú, sem fundizt
höfðu, voru úr mjaðmargrindinni
og gáfu talsvert til kynna um
líkamsbygginguna, meðal annars
aldurinn nokkurn veginn, kyn-
ferði og það, að konan hafði átt
barn. Beinin sýndu, að ekki var
jafnvægi í beinabyggingunni, og
því hlaut konan að stinga við. í
einu beininu var heimatilbúin
byssukúla. Á börmum bein-
skemmdarinnar mátti sjá, að kon-
an hafði lifað nokkra daga, þar
sem barmarnir höfðu kalkað of-
urlítið.
En hvernig gat læknirinn vitað
um brúnu augun? „Jú, það voru
líkur til, að hún væri egypzk,
en Egyptar eru yfirleitt brún-
eygðir, eins og við vitum“, svar-
aði læknirinn og brosti í kamp-
inn.
Þetta atvik átti sér stað fyrir
fjórum áratugum síðan og var
upphafið á framabraut Smiths
sem sérfræðings í glæparann-
sóknum. Ef hann minnir á Sher-
lock Holmes, söguhetjuna frægu,
þá er það alls engin tilviljun. í
nýútkominni ævisögu sinni segir
læknirinn, sem nefnist nú Sir
Sydney Smith:
„Nú á tímum eru rannsóknir
á glæpamálum vísindagrein . . .