Úrval - 01.04.1962, Page 125
í FÓTSPOR SHERIOCK HOLMES
133
í frístundum sínum hefur Sir
Sydney skrifaS eina af beztu
kennslubókunum i réttarfarslegri
læknisfræSi, og hefur hún verið
þýdd á tólf tungumál. Einnig
hafa æviminningar hans „Mest-
megnis morð“, (Mostly Murders)
vakið mikla athygli. Auk ritstarf-
anna stundar Sir Sydney golf í
frístundum sínum. Hann á dótt-
ur i Kanada, og er bún læknir.
Sonur hans er eitt af helztu
núlifandi skáldum Skotlands. Sir
Sydney er vel heima í ýmsum
efnum — verður að vera það
vegna starfs síns. Eins og Sher-
lock Holmes getur hann talizt
sérfræðingur í æðimörgu.
Þegar klóróformið sigraði.
STRAX og enski læknirinn James Simpson hafði komizt að
raun um, að klóróform mátti nota fyrir deyfilyf, tók hann að
beita því til að lina þjáningar kvenna við barnsburð. En kirkjan
reis öndverð gegn þessari nýbreytni og lýsti yfir þvi, að guð hefði
lagt það á konuna að fæða börn sín í þjáningu til þess að hegna
fyrir synd Evu. En Simpson gat alveg eins barizt á vígvelli and-
stæðinga sinna. Hann benti á að sjálfur drottinn hefði látið
Adam falla í fastan svefn, áður en hann gerði fyrstu skurðaðgerð
heimsins, tók úr Adam rifbeinið og skapaði konuna. Áttust hann
og kirkjunnar menn við um þetta allharðlega, en þá kom sjálf
Viktoría drottning fram á sjónarsviðið og lýsti yfir þvi, að hún
hyggðist láta deyfa sig, er hún eignaðist næsta barn. Þar með
var deilunni lokið með sigri Simpsons og klóróformsins.
— Det Beste.
NÁTTÚRAN skapar stundum líf, sem hún hefur enga fæðu
ætlað. Þannig er með pokarottuna, að hún eignast oft 18 unga,
þótt aðeins tólf geti lifað. Þeir unganna, sem fyrstir eru að koma
sér á spenann — en spenarnir eru 12 — sleppa þeim varla næstu
sex vikur. Hinir sex hljóta að verða hungurdauðanum að bráð.
— Det Beste.