Úrval - 01.04.1962, Page 129
AÐ
MÆTA
SÆRÐUM
FÍL
Filaveiðimenn sleppa
oft naumlega, er þeir
særa fílinn en féUa
hann ékki, því að
særður fíll er háska-
gripur.
Eftir W. Robert Foran.
■ YSSUBERINN minn,
Hamisi Baraka, sem
var i þjónustu minni
sinnum stóran þátt í
ao njarga iífi minu. Þegar tekið
er tillit til þess, að ég lief skotið
yfir fjögur hundruð fílatarfa, g'et
ég ekki sagt annað en að gæfu-
dísin hafi verið mér velviljuð.
Ég ætla nú að skýra frá einni
veiðiferðinni, sem ég tókst á
hendur í einu héraðinu meðfram
Nílfljótinu. Með mér var fyrr-
nefndur Hamisi og ennfremur
tveir aðrir innfæddir. Ég sóttist
fyrst og fremst eftir fílum vegna
tannanna, og nú vorum við að
elta stóran, gamlan tarf með ó-
venjulega myndarlegum tönnum.
Fyrir um það bil klukkustund
hafði ég sært hann illa nálægt
hjartastað, en ég vissi, að hann
mundi enn vera fær um að veita
harðvítugt viðnám.
Við gátum greint spor fílsins,
og framundan var þétt trjá- og
runnaþykkni, sem hlaut að hamla
för hans. Ég gat því hvenær sem
var átt von á því að standa and-
spænis bráðinni.
Vindurinn stóð á okkur, og
spor tarfsins lágu nú um gamlan
fílatroðning gegnum gras, sem
var tólf til fimmtán feta hátt.
Útsýni var sama og ekkert nema
— Or Personality, Suður-Afríku, stytt. —•
137