Úrval - 01.04.1962, Side 130
138
U R VA L
beint framundan. Og skyndilega
stóð ég andspænis dýrinu. ÞaS
voru naumast meira en tuttugu
til tuttugu og fimm metrar milli
okkar. Þetta hafði gengið fijótar
en ég hugði.
Það var enginn möguleiki til
að hörfa undan eða komast í
færi til að skjóta á haus skepn-
unnar frá hlið, — naumast tími
til að miða byssunni áður en þessi
risavaxni, stálgrái búkur hafði
tekið stefnuna á mig. Mér hafði
aldrei látið ve! að skjóta á haus-
inn beint framan frá, svo ég lét
skotið ríða af á volduga bring-
una, rétt fyrir neðan upphring-
aðan ranann. Von mín var sú,
að kúlan næði til lungnanna og
hjartans eða truflaði að minnsta
kosti fyrirætlanir tarfsins.
Undir eins og' ég liafði þrýst
á gikkinn skauzt ég til hliðar inn
í grasþykknið ti! að reyna að
komast í færi til að hleypa af
öðru skoti milli auga og eyra,
þegar dýrið færi fram lijá mér.
En kúlan missti marks.
Hamisi, sem bar hinn riffilinn
minn, hafði líka hlaupið út í
hátt grasið. Reiður tarfurinn nam
staðar, sneri sér við, og gnæfði
yfir mér. Ég fann ranann koma
utan um mittið á mér, og mér var
sveiflað kröftuglega fram og aft-
ur nokkrum sinnum. Ég sleppti
rifflinum og reyndi að ná taki á
vígtönnunum, en á næsta andar-
taki var mér fleygt niður á jörð-
ina.
Tarfurinn lagðist á framhnén
og tók að ota vígtönnunum
grimmdarlega að mér. Mér tókst
einhvern veginn að skreiðast
undir kvið skepnunnar og greip
í örvæntingu um annan aftur-
fótinn. En fíllinn var óðara kom-
inn með ranann utan í mig, og
ég gat ekki haldið takinu.
Aftur hóf raninn mig á loft og
sveiflaði mér, og nú vísaði höf-
uðið niðnr. Eftir skamma stund
skall ég til jarðar, og fillinn
reyndi enn á ný að stinga mig
með vígtönnunum og' traðka á
mér með stórum loppunum. í ör-
væntingu minni tókst mér að
gripa um vígtennurnar og vega
mig upp þar lil ég snerti ekki
lengur jörðina. Og enn sveiflaðist
ég fram og aftur í loftinu. Ég
hélt mér föstum af öllu afli, en
kraftarnir voru að þverra.
Fíllinn rumdi og gólaði illsku-
lega, og gegnum þessi hljóð
heyrði ég hleypt af riffli úr lítilli
fjarlægð. Ég hélt dauðahaldi um
vígtennurnar og reyndi að berj-
ast gegn magnleysinu, sem sótti
á mig. En ég fann, að kraftar
mínir voru að bresta. En kraftar
fílsins voru líka að þrotum komn-
ir. Fætur hans riðuðu, hann gekk
nokkur skref áfram, hné fram á