Úrval - 01.04.1962, Page 131
Afí MÆTA SÆRfíUM FII.
139
hnén og hausinn — og valt út af.
Mér tókst með nauminduin að
losna við að verða undir þess-
um sex tonnum af kjöti og bein-
um.
Tíu dögum síðar var ég aftur
á slóð fíls. Við félagarnir yfir-
gáfum bækistöð okkar fyrir dög-
un í þeirri von að komast í
námunda við stóra hjörð, sem
sagt var, að væri tíu til fimmtán
mílur framundan.
Drjúga stund örkuðum við
gegnum hátt, safamilcið gras. Það
gnæfði yfir höfðum okkar, og við
fengum köfnunartilfinningu af
gróðurilminum. Tveim stundum
síðar ruddum við okkur leið
gegnum þyrnirunn. Þar náði
grasið ekki nema í mitti. Azande-
leiðsögumennirnir mínir voru
hreinustu snillingar. Traðkið eft-
ir fílana lá í krákustigum og var
í mínum augum óútreiknanlegur
hrærigrautur af gömlum og riýj-
um sporum, en piltunum tókst
að aðgreina spor eftir stóran
tarf, sem hlaut að gefa fyrirheit
um álitlegt magn af fílabeini.
Ég ákvað að gefa mig fyrst að
þessu dýri. Eftir að hafa rakið
sporin dálitla stund sáum víð,
hvar tarfurinn stóð hreyfingar-
laus í rjóðri, sem takmarkaðist
af axlarháu grasi og strjálum
þyrnitrjám. Vegalengdin var hátt
á annað hundrað metrar.
Þá er við áttum um það bil
fimmtíu metra eftir ófarna að
tarfinum, sneri hann sér til hliðar
og tók á rás hornrétt á þá stefnu,
sem hann hafði áður haft.
Við fylgdum á eftir. í hinum
enda dalsins sneri fíllinn til
hægri og gekk eftir slóð, sem
hver fílakynslóðin af annarri
liafði Iroðið. Mig grunaði, að hún
lægi að einu vatnsbólinu. Þegar ég
sá bugðu framundan á slóðinni,
stytti ég mér leið og kom fram-
an að fílnum. Hann sperrti upp
eyrun og nasaði út í loftið með
rananum.
Eftir að hafa mistekizt höfuð-
skot sendi ég annað í bringuna.
Við það breytti tarfurinn um
stefnu og flýtti sér burt frá mér.
Það var ekki möguleiki á fleiri
skotfærum í bili.
í klukkustund að minnsta kosti
þrömmuðum við á e-ftir tarfinum
yfir mjög ógreiðfært landsvæði,
og ég var farinn að missa trúna
á, að ég kærnist í færi við hann
til að veita honum líknarskotið.
En þegar ég' kom fyrir endann
á einum grasgeiranum, stóð ég
skyndilega augliti til auglits við
stóran tarf með stórum vígtönn-
um, en ég sá þegar í stað, að þetta
var ekki sá, sem við vorum að
elta.