Úrval - 01.04.1962, Page 132
140
ÚRVAL
Ég varð að hætta að hugsa um
þann fyrri, því þessi veitti mér
nægilegt viðfangsefni í bili. Ég
varð að liefjast handa þegar í
stað og prófaði skot framan á
höfuðið — en það mistókst.
Um leið og tarfurinn gerði
árás á mig hljóp ég til hliðar og
sendi honum skot í hausinn um
leið og hann rauk fram hjá mér.
Skepnan féll þegar í stað fram
fyrir sig eins og henni hefði ver-
ið veitt roknahögg með öxi i haus-
inn og hlýtur að hafa drepizt
þegar í stað. Þegar við seinna
vógum vígtennurnar,’ reyndust
þær vera um 37 og 38 kíló.
En þessari veiðiferð er ekki
lokið. Við vorum svo heppnir, að
finna hinn tarfinn. Hann var
mílu framundan, lá dauður í
kjarrinu. Tennurnar í honum
vógu hvorki meira né minna en
45 og 48 kíló. Við losuðum tenn-
urnar úr báðum törfunum og
lögðum af stað með þær hina
löngu leið heim.
Krabbamein í silungi.
1 Bandaríkjunum er kominn upp eins konar faraldur af krabba-
meini í silungaklakstöðvum, samkvæmt upplýsingum frá dr.
Michael B. Shimkin, sem er einn af framkvæmdastjórum við
krabbameinsstofnunina „The National Cancer Institute“. Svo mjög
kveður að plágu þessari, að milli 50 og 75 hundraðshlutar tveggja
og þriggja ára silunga i helmingi allra klakstöðva i Bandaríkjun-
um eru sýktir af krabbameini i lifur. Orsökin er óþekkt. En
sjúkdómurinn virðist standa í sambandi við það, að fyrir nokkru
var víða farið að ala seiðin á töflum, sem innihalda mikið af
kolvetnum, en eggjahvítuefni af skornum skammti. „Hugsanlegt
er“, segir dr. Shimkin, „að hér sé um að ræða lifrarskemmdir
vegna skorts á eggjahvitu. Meðal fátæklinga í Suður-Ameríku,
Afríku og Asíu þekkist lifrarsjúkdómur, sem kallast „kwashi-
orkor" og stafar af skorti eggjahvítu í fæðinu. Meðal slikra sjúkl-
inga er krabbamein í lifur algengt". — Heilsuvernd.
HÚN var ekki fögur. En hún hafði getað verið lagleg, ef ein-
hver hefði sagt henni, að hún væri fögur.. — J. B. Priestley.