Úrval - 01.04.1962, Qupperneq 134
142
ÚRVAL
Líkamleg einkenni mynda þann
eina mælikvarða, sem notaður er
og viðurkenndur af mannfræð-
inguin við flokkun kynþátta. En
í hinum ýmsu löndum Andes-
fjallanna dreifast hin mismun-
andi líkamlegu einkenni á siíkan
hátt meðal íbúanna í lieild, að
draga yrði hinar fáránlegustu
ályktanir af notkun slíks mæli-
kvarða.
Er með nokkrum rétti hægt
að flokka það fólk sem fndíána,
sem neitar því sármóðgað, að
eiga hin allraminnstu tengsl við
Indíána? Það fóik á ekkert sam-
eiginlegt Indíánum, hvorki
menningarlega né á sviði þjóð-
félagstengsla, jafnvel þótt gerð
hárs þess, lögun nefsins eða lit-
ur hörundsins kunni að bera
sterk einkenni Indíána. Á hinn
bóginn fyrirfinnst fólk á meðal
Indíána, sem virðist vera af
hreinræktuðum hvítum kynþætti
eftir útliti þess einu að dæma.
Samkvæmt hvaða ytri táknum
er því hægt að flokka mann sein
Indíána, þegar líkamleg einkenni
hans eru í algerri mótsögn við
þjóðfélagslega stöðu hans og eru
hvorki tekin gild af honum sjálf-
um né þjóðfélagsheild þeirri, sem
hann tilheyrir? Samkvæmt
tungumáli því, sem hann talar?
Vissulega er það staðreynd, að
maður, sem talar aðeins Indíána-
mál, er að öllum líkum Indíáni,
þótt frá þessu séu undantekning-
ar. í Perú tala sumir hópar
manna Quechuamál fremur en
spænsku, þótt þeir séu ekki
Indíánar, en aftur á móti tala
sumir Indíánar ekki lengur ann-
að mál en spænsku, t. d. þeir,
sem búa í Cajamarcahéraði.
Einnig er um að ræða ýmis
menningarleg sérkenni, t. d. gerð
klæða, þjóðfélagsskipulag, at-
vinnuvegi, o. s. frv. En mörkin
milli Indíána og kynblendinga
(Mestíza) eru ekki heldur skýr,
hvað þessi atriði snertir.
í flestum löndum, þar sem
Indíánar eru fjölmennir, standa
þeir á lægsta þrepi þjóðfélags-
stigans. Indíáninn er ekki að-
eins fátækur og' ómenntaður,
heldur einangrar tungumál hans,
erfðavenjur og siðir, hann frá
hinum hluta þjóðarinnar. Þannig
mynda Indíánar sérstaka menn-
ingarlega heild innan hinnar
stærri heildar þjóðfélagsins.
En jafnvel í löndum, þar sem
erfiðast gengur að feta sig upp
eftir þjóðfélagsstiganum, er samt
um stöðugar „tilfærslur“ að ræða,
úr hópi Indíána upp í hóp kyn-
blendinganna og síðan úr þeim
hópi upp í hóp hinna „hvítu“.
Það eru engar stjórnarskrárleg-
ar né aðrar löglegar hindranir
gegn slíkum þjóðfélagslegum