Úrval - 01.04.1962, Side 135
KYNÞÁ TTA VANDAMÁL
143
frama og, þar eð almenningsálitið
leggur mesta áherzlu á hina ytri
þjóðfélagslegu stöðu, eru kyn-
þáttaeinkenni alls engin óyfir-
stiganleg hindrun í vegi þeirra,
sem teitast við að hæta sína þjóð-
félagslegu aðstöðu.
Indíáni þarf aðeins að geta
talað spænsku, skipta um klæðnað
og yfirgefa heimabyggð sína til
þess að vera almennt álitinn kyn-
hlendingur (Mestizi). í einstaka
tilfellum getur hann komizt upp
i raðir góðborgaranna með því
að leggja fyrir sig eitthvert starf,
sem samræmist slíkri tilfærslu.
Og með hjálp stjórnmálanna get-
ur hann jafnvel komizt í valda-
stöðu. í sögu Mið- og Suður—
Ameríku eru mörg dæmi um slik-
an frama. Ef til vill er þetta ein-
mitt bezta sönun þess, að kyn-
þáttastefna er yfirborðskennd í
ströngum skilningi og á sér alls
ckki djúpar rætur.
Undanfarandi efnahagslegar
framfarir, vegalagningar, upphaf
iðnþróunar, útbreiðsla menntun-
ar og margt annað hefur allt haft
ákvarðandi áhrif á samskipti
kynþáttanna. Indíánar hafa setzt
að í borgunum þúsundum sam-
an, og þar mynda þeir vesælan
öreigahóp, sem er þó að missa
Indíánasérkenni sín með því að
taka upp klæðnað, fas og alla
hegðun kynblendingsins.
Indíánar eru ekki að deyja út,
en þeir eru smám saman að renna
saman við þjóðarheildina. Það
eru til dæmis til þorp í Chile,
sem flokkuð voru sem þorp
„hinna innfæddu" í skjölum fyr-
ir hálfri annarri öld, en eru nú
álitin algerlega chilönsk, þ. e.
þorp „hvítra“ manna, þótt þar
hafi engin kynblöndun átt sér
stað.
Af þessari stuttu frásögn mætti
ætla, að löndin, sem Spánn vann
og gerði að nýlendum sínum, séu
laus við hvers kyns mismunun
kynþátta. En almenningsálitið og
ýmsar athugasemdir, sem oft má
heyra í löndum þessum, sýna þó,
að svo er ekki. Margir mennta-
menn og stjórnmálamenn þjást
af nokkurs konar „kynþáttalegri
svartsýni“, en ég gef því viðhorfi
heiti þétta veg'na vöntunar á
öðru betra. Ég hef tekið eftir því,
að margir einstaklingar, er virð-
ast annars gáfaðir og skilnings-
rikir, hallast að því að saka
„hina þungu byrði, sem Indíána-
blóðið leggur þeim á herðar“, um
allt það, sem gagnrýnt er i lönd-
um þeirra.
Jafnvel í löndum þeim, sem
Indíánar virðast eigi lengur fyrir
finnast í, er nafnið Indíáni enn
notað sem skammaryrði, og er
útskýra skal ástæðuna fyrir ó-