Úrval - 01.04.1962, Side 136
144
ÚRVAL
geðfelldri skapgerð einstaklings-
ins, er talað mn „Indíánablóðið
í æðum hans“. Þegar vart verður
við ruddamennsku í fari einhvers,
er ekki lengi verið að bera fram
þá skýringu, að nú nái „Indíána-
blóðið“ yfirhöndinni.
„Kynþáttaleg svartsýni“ birtist
einnig í því, að vissir ráðandi
þjóðfélagshópar skammast sín
fyrir, að enn skuli fyrirfinnast
Indiánar í landi þeirra. Þegar
ekki gagnar að neita tilveru
þeirra, er gerð tilraun til þess
að draga úr mikilvægi þessarar
staðreyndar. Opinberar hag-
skýrslur bera þessu oft vitni.
En fyrirlitning á Indíánum er
ekki einskorðuð við yfirstéttirn-
ar einar. Hún kemur jafnvel enn
ofsalegar fram meðal kynblend-
inganna, sem standa Indíánunum
næst, og það er ei heldur sjald-
gæft, að slík fyrirlitning fyrir
finnist á meðal Indíánanna
sjálfra. Ekkert er fáránlegra en
að heyra eldabusku af hreinrækt-
uðu Indíánakyni kalla aðstoðar-
eldabuskuna „Indíánafávita“.
En við skulum samt vara okk-
ur á að dæma yfirborðslega. Kyn-
þáttastefnan i Mið- og Suður-
Amerílcu er alveg sérstæð, þótt
borið sé saman við svipuð vanda-
mál hvar sem er í heiminum. Oft
er það svo, að skoðun, sem auð-
veldlega má túlka sem sönnun
kynþáttaúlfúðar eða mismununar,
er aðeins tákn um fyrirlitningu á
þeim íbúum sveita og bæja, sem
dragast aftur úr og halda áfram
lífsháttum, sem eru fyrir neðan
hinn almenna mælikvarða þjóðfé-
lagsins í heild. En þar eð þjóð-
fclagsleg yfirráð og kynþáttaleg-
ur uppruni virðast næstum ætíð
fylgjast að, er auðvelt og freist-
andi að draga þær ályktanir, að
þar sé um „kynþáttastefnu“ að
ræða.
Loks má geta þess, að kynþátta-
hugmyndir 19. aldarinnar urðu
til þess að rótfesta þá gömlu
hleypidóma yfirráðastéttanna,
sem þær tóku að erfðum frá ný-
lendutímabilinu.
Andstæð stefna menntamanna
hefur þó haft mikil áhrif. Hana
má rekja til mexíkönsku bylting-
arinnar (1910—17), og stefna
þessi hefur gert mikið til þess að
draga úr kynþáttahleypidómum
æðri stéttanna, sem voru stétt-
um þessum að meira eða minna
leyti meðvitaðar. Stefna þessi
hefur fengið útrás í listum jafnt
og stjórnmálum og hefur verið
kölluð „innlenda stefnan“ (indi-
genisminn), og hún ber vott um
bjartsýni í stað hinnar venju-
legu kynþáttalegu svartsýni.
Samkvæmt henni eru Indíán-
arnir alls ekki álitnir nein þjóð-
ar byrði, heldur auðug uppspretta