Úrval - 01.04.1962, Page 138
Fær barnið blá
eða brún augu?
öll börn eru fædd bláeyg,
en meirihluti mannkynsins
er þó meö brún augu.
JÓSOP augans er á
lithimnunni, sem er
nokkurs konar litaS
forhengi, er tak-
markar aðgang ljóss-
ins til innri hluta augans. Þótt
þetta forhengi sé lítið, geg'nir
það mikilsverðu hlutverki, sem
líkja má við varðmann á verði.
Lithimnan er aldrei í ró. Hún
starfar án afláts allan daginn,
og jafnvel meðan sofið er. Þegar
auganu er rennt til innávið eða
uppávið, dregst Ijósopið saman,
og sýnir það, að lithimnan er
stöðugt virk. Lithimnan er mynd-
uð úr vöðvavef, blóðæðum,
146
lymfuvef og taugum. Taugarnar
gegna flóknu hlutverki. Sérstakar
taugar standa i sambandi við
vöðvavefinn, sem þenur Ijósopið
út, og aðrar taugar stjórna sam-
drætti ljósopsins, eftir því sem
ljósstyrkleiki sá, er mætir augun-
um, segir til um.
Við tökum sérstaklega eftir lit
lithimnunnar, enda hefir hann
orðið mörgum skáldum verðugt
yrkisefni. Liturinn stafar af þvi,
hvernig pigment (litarefnis)-
frumurnar hafa setzt fyrir í iit-
himnunni. Rannsóknir hafa sýnt,
að dökku pigmentfrumurnar
setjast fyrst á innra yfirborð iit-
— tír Ljósmæðrablaðinu —