Úrval - 01.04.1962, Qupperneq 145
BLÓÐUG DÖGUN t MAYERLING
153
kvefaður, var<5 ekkert af því,
að hann færi með þeim á veiðar.
Um kvöldið sneri Filipus prins
aftur til Vínar til að sitja ríkis-
veizlu eina, en Rúdolf sendi boð
til konu sinnar og bað hana að
færa keisaranum föður sínum þá
afsökun, að hann kysi að halda
kyrru fyrir í Mayerling, þar sem
hann væri illa kvefaður.
Franz Jósep brást mjög illa
við, þegar honum bárust þessi
skílaboð. Hann grunaði, að kvef-
ið væri ekki annað en uppgerð.
Leynilögreglan hafði sem sé til-
kynnt honum, að María Vetsera
væri hjá syni hans í Mayerling.
En þessa vitneskju lét hann ekki
uppskátt við aðra.
Hoyos greifi snæddi kvöldverð-
inn með Rúdolf, sem sendi hann
skömmu síðar burt með kurteis-
legum orðum. Ákveðið var, að
þeir þremenningarnir skyldu
borða saman morgunverð klukk-
an átta daginn eftir, en þá mundi
Coburg verða kominn aftur með
morgunlestinni.
Um hálf sjöleytið miðvikudags-
morguninn 30. janúar birtist
Rúdolf fullklæddur í herbergi því,
sem Loschek herbergisþjónn svaf
í. Rúdolf bað hann að kalla sig
til snæðings klukkan hálfátta. Að
svo mæltu gekk hann aftur til
herbergis síns og blístraði glað-
lega.
Klukkan hálfátta gekk Loschek
að dyrunum og drap á þær högg.
Hann skelfdist, þegar honum var
ekki anzað, þótt hann gerði ræki-
lega vart við sig. Hann sendi boð
eftir Hoyos g'reifa og' þeir stóðu
enn við dyrnar, þegar Filipus
prins Coburg kom frá Vín.
Þegar mennirnir þrír gengu inn
i svefnherbergið, sló yfir þá ógn
við þá sjón, er við þeim blasti.
Iírónprinsinn lá vinstra megin í
rúminu, og var heilinn úti. Við
lilið hans lá lík konu, sem hafði
einnig verið skotin í höfuðið.
Hoyos greifi lagði fljótlega af
stað í vagni Bratfisch til að flytja
keisaranum þessi hroðalegu tíð-
indi. Símskeyti (talsíminn var
ekki kominn til sögunnar á þess-
um tíma) var sent til Widerhofer
læknis, sem var einkalæknir
Rúdolfs, og hann beðinn að koma
í snatri til Mayerling.
Klukkan rúmlega ellefu gekk
Hoyos greifi inn í keisarahöll-
ina í Vín og náði loks tali af
keisaraynjunni og tjáði henni
fregnirnar. Hún tók þessu af
mestu rósemi og lét tíðindin
ganga til manns síns, svo lítið
bar á. Hann sýndi líka stillingu,
enda ekki óvanur válegum at-
burðum.
En þetta varð að fara dult. Sú
tilkynning' var gefin út, að krón-