Úrval - 01.04.1962, Qupperneq 147
BLÓÐUG DÖGUN í MAYERLING
155
hinir ýmsu skriffinnar, sem um
„Mayerling-máliS“ hafa fjallað,
velt því fyrir sér á ýmsar lundir,
enda eru atburðirnir sveipaðir
nokkurri dul.
Hvað sem keisarinn kann að
hafa haldið um atburðina í hjarta
sínu, varð hann undir eins stað-
ráðinn í því, að halda nafni Maríu
Vetseru algerlega utan við málið.
Af þeim sökum var aldrei minnzt
á hana í opinberum tilkynning-
um. Og það var lagt hald á öll
bréf og' annað það, sem sannað
gat samband Rúdolfs við Maríu.
Ekkert vár eftir til að minna á
hana nema líkið eitt ...
En nú hefst Ijótasti kaflinn i
þessari sorgarsögu, og til að
kynnast honum verðum við að
snúa okkur að frásögn Maríu
greifafrúar Larisch í bók henn-
ar Ævi mín.
Þegar Widerhofer læknir ltom
í húsið að Mayerling, fann hann
ekki nema annað líkið í blóði-
drifnu herberginu. Lík stúlkunn-
ar hafði verið borið í útihús eitt.
Þarna lá líkið ofan á fatakörfu
og var hulið hvitu líni, en á gólf-
inu fyrir neðan var fatnaðurinn
hennar.
Læknirinn gerði það sem hann
gat til að lagfæra sárið á Iiöfð-
inu. „Hún minnti mig á barn,“
sagði hann seinna í skýrslu sinni.
Lík Rúdolfs var smurt og
kistulagt og með það var ekið
til Vínar, og nokkrum dögum
síðar fór útförin fram. Kistunni
var komið fyrir í hinum keis-
aralega grafreit, sem var hinzta
leg margra keisara og annarra
fyrirmanna.
Hinar jarðnesku leifar Maríu
Vetseru fengu ólíka meðferð.
Samkvæmt fyrirskipun keisarans
voru frændur hennar tveir fluttir
i lokuðum vagni til Mayerling
undir eftirliti lögreglunnar. Þar
var þeim sýnt lík frænku þeirra,
en það lá enn á fatakörfunni.
Lögregluforinginn skipaði
frændunum að búa svo um líkið,
að það væri tilbúið til að leggj-
ast í gröf, en samt skyldi því
vera trónað fram á þann veg,
að svo liti út sem barónessan
væri lifandi.
Þeir frændur tóku til við þetta
óhugnanlega verk. Eftir því sem
María Larisch greifafrú skrifar,
— en vitneskju sína hefur hún frá
öðrum frændanum, -— þá full-
klæddu þeir líkið, en önnur saga
segir, að þeir hafi sveipað nöktu
líkinu í selskinnskápu Maríu og
sett hatt á liöfuðið og slæðu fyrir
andlitið til að hylja skotsárið;
síðan hafi þeir hálfborið og hálf-
dregið hana niður stigann og út
í vagninn.
Ein sagan segir, að til að halda
höfðinu uppréttu hafi göngustaf-