Úrval - 01.04.1962, Side 150
158
ÚRVAL
því engin furða, þó að sauðlausi
bóndinn barnauðgi fengi fremur
kaldar kveðjur hjá faktor, og það
því fremur sem faktorinn var
annálað harðmenni og ósár á
pústra við snauða menn, sem
gjörðust svo óskammfeilnir að
tala upphátt. Faktorinn var karl-
menni mikið og harðskeyttur svo
sem áður er sagt, og lét ekki
liggja í láginni að hann ætti í
öllum höndum við flesta menn.
Innanbúðarmaður í höndlan-
inni var frændi faktors, jasa-
menni á allan vöxt, og sterkur
að sama skapi en þó vart eins
harðleikinn og frændi hans.
Segir nú fátt af Ströndungum
annað en það, að hinir kinda-
ríku töluðu fyrst við faktor, lögðu
fram pöntunarseðla sína, sem
voru nákvæmlega útsirklaðir
fyrirfram i samráði við húsfreyj-
urnar, og fara engar sögur af
þessari jóla-úttekt, fyrr en röðin
kom að hinum snauða búand-
karli. Rétti hann faktor lítinn
kaupseðil með óstyrkri hendi og
umlaði samtímis nokkur orð á
lítt skiljanlegu máli, og var rödd-
in bæði lág og geigul.
Varla hafði faktor litið yfir
seðilinn, fyrr en hnefinn reið í
borðið, grýtti bleðlinum í bónda
með þrumandi neitun og svip
þess er valdið hafði. Bóndanum,
er ekki átti neina teljandi stoð
i sauðkindum handan fjarðar,
varð svo bilt við, að hann kom
upp engu orði, enda varð faktor
strax stórreiður yfir dirfsku
mannsins og óskammfeilni.
Þá var það að Einar Þórarins-
son blandaði sér í málið. Reyndi
hann að tala máli granna síns,
fyrst með hægð, en þó fullum
alvöru-þéttingi. Jókst nú orð af
orði, unz báðir voru reiðir, þvi
að faktor svaraði mest lítið öðru
en skömmum og skætingi. Þegar
Einar sér, að ekki tjóar nein
auðsveipni né samningaleið, seg-
ir hann: — Það kemur ekki til
mála að fara með manninn
bjargarlausan til konu og barna,
og það á þessum tíma, það gerum
við Ströndungar ekki. Ég á þó
nokkuð inni hér í höndlaninni
og þori vel að lána nágranna
mínum eina jólaúttekt, þó að heil
stórverzlun þori það ekki.
— Alltaf ert þú nógu helv ...
tannhvass, Einar sterki, segir
faktor, og væri þér nær að fara
heim og hirða um rollur þínar
heldur en að standa hér og rifa
kjaft um mál, sem þér kemur
ekkert við. Af þvi að þú hyggur
þig vera pundinu sterkari en
fjöldann, slettir þú þér fram í
alla skapaða hluti; það er ég, sem
stjórna hér verzluninni en ekki
þú, skaltu vita. Hér færð þú enga
úttekt meiri en lofað er að þessu