Úrval - 01.04.1962, Page 171
SPÁMAÐUR, SEM ÁTTI TÍU IÍONUR
179
frá henni selti hann mörg lög,
—■ breytti gömlum lögum og færði
allt í nýjan buning. Kenningar
hans og lög áttu vel við atla
staðhætti og' gerðu Aröbum
kleift að stofna heimsveldi á til-
tölulega skömmum tíma.
Múhammeð hvatti menn til ör-
lætis, einingar, heiðarleika, rétt-
lætis. Hann takmarkaði endur-
gjaldslögmálið við eina hefnd,
afnam reglurnar um að hægt væri
að þrælka þá, sem skuldugir
voru. Þjófar voru áfram hand-
höggnir, en bannað var að bera
út stúlkubörn, sem þá var al-
gengt. Otli þetta mikilli mann-
fjölgun.
Múhammeð breytti lögum um
fjölkvæni, takmarkaði eiginkonur
hvers og eins við þrjár eða fjórar,
en bætti við: — Ef þú getur ekki
þóknazt svo mörgum konum, þá
táttu eina nægja. Hafa verður í
huga að á þessum tíma var fjöl-
kvæni ótakmarkað nema hjá Gyð-
ingum og kristnum mönnum.
Spámaðurinn rauf öll tengsi
við Gyðinga, sem svikið höfðu
spámenn sina, og einnig hina
kristnu, sem gerðu Krist að syni
guðs, en Múhammeð taldi að
hann væri aðeins meiriháttar
spámaður. Samkvæmt kenningum
hans var Kristur aldrei krossfest-
ur, heldur kom vofa á krossinn
í hans stað.
Múhammeð setti fyrirmælin urp
hinar fimm bænir, sem tjá að-
dáun en biðja ekki um neitt, ■
hvorki náð né annað. Við bæn-
arhaldið áttu mcnn að snúa and-.
liti sínu til Mekka. Mánuðinn
Ramadan eiga allir að fasta í
minningu um orrustuna við Badr*
Hinir trúuðu eiga að fara að
minnsta kosti eina pílagrímsför
til Mekka á ævinni, fæðingar-
borgar spámannsins. í þeirri
borg er svarti steinninn, Kaaba^
tákn Islam.
Nú varð að gera þetta tákn að
veruleika. Ef Múhammeð tækist
að ná Mekka á sitt vald, hlaut
það að tákna, að Allah var með.
honum og verndaði hann, og
trúboð hans.
Eftir flóknar samningaviðræð-
ur fékk Múhammeð leyfi til þess.
að fara í pílagrímsför til Kaaba
í sex ár í röð. Strax næsta ár
fór Múhammeð ásamt 2000 mönn-
um til Mekka. Hann reið inn í
hina þöglu borg, sem hann hafði
eitt sinn neyðzt til þess að flýja
frá. Hann kórónaði pílagrímsför
sina með þvi að kvænast stúlku
í ætt við forrikan kaupmann í
borginni, — en skömmu áður
hafði hann gengið að eiga 17 ára
stúlku. Hann var nú drottnari
yfir allri Arabíu og ákvað að láta
til skarar skríða gegn öllum
heiminum. En Mekkabúar höfðu