Úrval - 01.04.1962, Page 184
Þegar unglingar ganga
í hjónaband
Eftir Barbara Cartland.
nglingahjónabönd er
*' félagslegt vandamál,
A Wf/^ sem hefur steðjað að
smátt og smátt án
látið sig það miklu skipta.
Stúlkurnar þroskast fljótt nú
á dögum. Á æskudögum ömmu
okkar voru stúlkurnar yfirleitt
komnar á sextánda árið, þegar
þær urðu kynþroska. Nú á tím-
um hefst þetta tímabil oftast hjá
stúlkunum, þegar þær eru tólf
til þrettán ára g'amlar, en getur
í sumum tilfellum byrjað allt að
tveim árum fyrr.
Piltarnir eru að jafnaði tveim
árum á eftir stúlkunum, hvað
líkamsþroska snertir. Þetta er
ekki hár aldur, enda eru afleið-
ingarnar þær, að þroski hugar
og tilfinningalífs er drjúgan
spöl á eftir.
„Þetta er slæmt ástand“, sagði
einn skólastjórinn við mig, „því
lögin og ýmsar þjóðfélagsvenjur
gera ráð fyrir, að hin saklausa
barnæslca nái talsvert frarrryfir
fermingaraldurinn. Um aldamót-
in síðustu voru börnin ekki mik-
ið meira en tólf ára, þegar þau
hurfu úr skólunum og inn í heim
hinna fullorðnu. Fyrir siðasta
stríð voru þau l'lest byrjuð á ein-
hverju starfi fjórtán ára. En á
þessum síðustu tímum lýkur
skyldunáminu ekki fyrr en ungl-
ingarnir hafa fimmtán ár að baki
og sífellt fleiri þeirra Ieggja út
í eitthvert framhaldsnám, sem
g'etur náð allt fram á þriðja ára-
tuginn.“
Þegar Elizabct I. var við völd,
þótti sjálfsagt að stúlka giftist
undir eins og kynþroskanum var
náð. En á tímum Elizabetar II.
192
— Úr The Star, Sheffield, stytt —