Selskinna - 15.05.1948, Side 9
Mormónar í Vestmannaeyjum.
Eftir dr. theol. Magnús Jónsson prófessor.
lnngangur: Mormónatrúin.
Mormónatrúin hér á landi á síðari hluta aldarinnar,
sem leið, og í byrjun þessarar aldar, verður að vísu etki
talin með stóru dráttunum í sögu landsins, en hún er
þó, fyrir ýmsra hluta sakir alls ekki ómerkileg. Mætti
minma á það eitt, að síðan er kristni kom í land hér
fyrir fullum 9 öldum, hefir engin önnur aðkomutrú herj-
að á kristna vígið með neinum árangri, en um Mor-
mónskuna er það sannast að segja, að um tíma var ekki
svo auðvelt að sjá, hvar hún ætlaði að nema staðar. Það
mætti því sýnast ómaksins vert, nú þegar þessari hreyf-
ingu sýnist vera lokið hér að fullu og öllu, að safna sam-
an þeim dreifðu plöggum, er að henni lúta og gjöra hana
að umtalsefni í sérstakri ritgjörð. Hér verður þó aðeins
sagt frá fyrsta áhlaupi Mormónanna í Vestmannaeyj-
um.
Mormónahreyfingin er upp runnin í Ameríku. Stofn-
andi hennar eða höfundur er „spámaðurinn“ Jóseph eða
Joe Smith, f. 23. des. 1805. Foreldrar hans voru ekki
tahn með betra fólki, og bæði voru þau hneigð að hind-
urvitnum og hégóma, og syni þeirra þótti snemma kippa
í kynið í þessu efni. Hann tók á unga aldri all mikinn
þátt í vakningasamkomum Meþódista, og þar eð hann
var draumlyndur og imyndunarafl hans viðkvæmt að
eðlisfari, höfðu þessar samkomur ekki meir en svo heilla-