Selskinna - 15.05.1948, Side 11
9
eða „brúði lambsins“. Út í frá hafa þeir þó venjulega
verið kallaðir „Mormónar“ eftir Mormónsbók, og er ekki
að sjá sem þeim sé það nafn neitt óskapfelt. Fyrsti söfn-
uðurinn er stofnaður í New York 1. júní 1830, en flutt-
ist brátt þaðan til Ohio. Hópurinn jókst æ meir, og tók
nú að gjörast all uppvöðslumikill, svo að nágrannar
þeirra undu illa við. Tók hópurinn sig síðar upp og
fluttist vestur í Missouri, og enn aftur þaðan eftir
skamma dvöl lengra vestur á bóginn. Völdu þeir sér
bæjarstæði ágætt við Missisippiána og bjuggu þar rnn
sig mjög vandlega, reistu musteri í miðjum bænum og
bústað handa forseta sírnmi.
Meðan þessu fór fram höfðu helztu menn Mormón-
anna gefið út bækur um nýju trúna, og þótti þar kenna
ýmsra grasa, sem „heimurinn“ kunni misjafnlega vel
við. T. d. kenndu þeir „tvenningu“ í stað þrenningar
guðdómsins, skím fyrir dauða menn o. fl. af því tagi.
En hér tók verra við. Jóseph Smith hefir víst verið far-
inn að finna á sér af völdunum, og kom það einkum
fram í því, að hann fór að gjöra sér fleiri konur heimil-
ar en sína eigin. Og þegar hann varð þess var, að bæði
konu hans og fleirum gazt ekki alls kostar að því, lýsti
hann þeirri opinberun fyrir flokkinum, að menn mættu
eiga fleiri konur en eina. Þó kemur þessi kenning ekki
fram í alspennu fyrr en nokkru síðar. En nú voru dag-
ar hins fyrsta spámanns Mormóna brátt taldir. Hann
og bróðir hans, Hiram, komust undir manna hendur fyr-
ir ýmsar sakir. Nágrannamir, sem voru löngu orðnir
fullsaddir á þeim, Mormóna leiðtogunum, vildu ekki
eiga á hættu að þeim yrði sleppt á nýjan leik, bmtust
inn í fangelsið, þar sem þeir bræður voru geymdir,