Selskinna - 15.05.1948, Page 12
10
og unnu á þeim. Það var seint í júnimánuði árið
1844.1)
Söfnuðurinn valdi sér nú nýjan forseta, Brigham
Young að nafni, og reyndist hann þeim hinn öruggasti
leiðtogi í öllu veraldlegu stímabraki. Hann sá þegar í
stað, að enginn vegur var að sitja um kyrrt og vera við
kristna menn austur þar. Tók hann því það ráð að flytja
enn búferlum, og var nú valinn til aðseturs einhver hinn
afskektasti kimi, dældin hak við Klettafjöllin við Salt-
vatnið mikla í Utah. Þangað týndist flokkurinn smám
saman með óskaplegum erfiðleikum og þrautum. Reistu
þeir þar borg og musteri, eitthvert glæsilegasta guðsdýrk-
unarhús, sem þá var til í Vesturálfunni, ræktuðu landið
og sýndu á næstu árum hvílík dásamleg furðuverk starf-
andi mannshöndin getur látið til verða. Þarna sátu þeir
svo næstu árin óáreittir af öðrum að heita má. Þó tókst
þeim ekki það, sem þeir helzt óskuðu, að vera að fullu
og öllu lausir undan yfirráðum Bandaríkjastjórnarinn-
ar og lögum þeim, er þar giltu, því að sumar opinber-
anir Brighams Young voru nú farnar að passa illa í
kramið, einkum fjölkvænið, sem nú var orðið að trúar-
setningu meðal þeirra. En fyrst um sinn gátu þeir samt
farið sinu fram, hvað sem hver sagði, því að hönd lag-
anna náði illa til þeirra þarna vestur í óbyggðunum.
Er nú óþarft að segja sögu þeirra frekar því máli til
undirbúnings, sem hér fer á eftir. Skal þess aðeins getið,
að Brigham Young dó 1877, og er það hvorttveggja, að
1) Æfisaga Jósephs Smith: „Jóseph Smith höfundur Mormóna-
trúar“ er i Isafold 1875 neðanmáls í tölublöðunum 26 (17. des.)—
29. (30. des.).
„Spámaðurinn Jósep Smith“ er allítarleg grein í Stefni 1931.