Selskinna - 15.05.1948, Síða 13
11
Mormónar hafa ekki fengið annan eins leiðtoga síðan,
enda stuðlaði nú margt að því, að þeir yrðu að draga
saman seglin og hafa sig hæga, þegar byggðin lukti
um þá á alla vegu, ]árnbrautir voru lagðar gegnum
landið, og herlið haft að staðaldri vestur þar til þess að
tryggja lög og reglu.
Mormónar eru nú taldir vera um 500 000 að tölu alls,
en af þeim eru ekki nema 170 000 i Utah.
Stjórnarfar þeirra er algjört guðveldi (theokrati). Hafa
þeir tvennskonar klerka, Melkisedeksklerka og Arons-
klerka, og hafa þeir fyrnefndu andlegu málin með hönd-
um en hinir veraldleg mál. Engin kirkjudeild önnur
hefir svipað því eins fjölmenna klerkastétt, og í raun og
veru á hver einasti Mormóni að hafa einhverskonar
prestsembætti á hendi. Æðsta stjórnarvaldið er hið svo-
nefnda „Council of the first precidency“, einskonar yfir-
stjómarráð. f því eru þrír menn, er tákna þá Pétur,
Jakob og Jóhannes, og er einn af þeim sjálfur kirkju-
forsetixm. Hann hefir öll æðstu völd, og er spámaður
kirkjunnar, er stöðugt fær vitranir frá Guði. — Næst
koma svo 12 postular, þá 70 yfirmenn kirkjuhéraðanna,
þá patríarkar og þá æðstuprestar, og eru af þeim valdir
forsetar „greinanna", þá öldungar, sem hafa með hönd-
um skírn og handayfirlagningu við trúboðið.1) Arons-
klerkarnir eru biskupar, prestar, kennarar og djáknar
o. s. frv.
Kenningu Mormóna er erfitt að lýsa af þeim sökum,
að hún er háð sífeldum breytingum. Grundvöllur henn-
1) Þessar tvær síðastnefndu tegundir embættismanna rnunum
vér verða varir við hér síðar.