Selskinna - 15.05.1948, Side 14
12
ar er Heilög Ritning og Mormónsbók, og svo bætist hér
við kenning kirkjuforsetanna innblásnu. Er hún jafn-
óðum færð í letur í hinni svonefndu Doctrine and Cov-
enant (Kenning og sáttmáli). Þá hafa þeir einnig að
vonum mjög í heiðri bækur Jósephs Smith og fleiri
helztu upphafsmanna Mormónskunnar. f kenningu Jós-
ephs Smith var fátt eitt frábrugðið kristinni kenningu,
að minnsta kosti í orði kveðnu, en síðan hefir Mormóna-
trúin ávallt fjarlægst kristindóminn meira og meira. T.
d. hafa bæði Adam, og síðar Jóseph Smith, verið tekn-
ir í guða tölu, svo að hér er um fleirgyðistrú að ræða.
Skírn með niðurdýfingu nota þeir. Fjölkvænið, sem upp-
haflega sýnist ekki hafa verið annað en skálkaskjól, verð-
ur síðar trúarsetning, og engan veginn ávallt samfara
lausung eða siðspillingu, heldur byggð á trúarsannfær-
ingu og studd við dæmi forfeðranna í Ritningunni.1)
Konur verða ekki hluttakar í gæðum komandi aldar
nema þær séu „innsiglaðar“ einhverjum manni. Enn
má nefna það, að Mormónar trúa því, að ákveðnar yfir-
sjónir verði ekki afplánaðar nema með blóði, og hefir
það leitt til ófagurra verka. — Skaðlegust fyrir Mormón-
ana sjálfa hefir kenningin um fjölkvænið orðið, og henni
hafa þeir orðið að láta af.
Guðsþjónustur hafa þeir, með sálmasöng og prédikun,
og er kvöldmáltíðarinnar þá neytt. Hafa þeir vatn í stað
víns og brauðið er borið um í húsinu til safnaðarins. Auk
þess hafa þeir mikla launsiði, og hafa margar ófagrar
sögur farið af því, sem þar færi fram. Það mun þó vera
1) Þeir vitna einnig mjög í Lúter og það, að hann leyfði tví-
kvæni Filippusar frá Hessen.