Selskinna - 15.05.1948, Qupperneq 16
14
Austmann, sem þekkti hann mjög vel, fer og góðum
orðum um hann. 1 bréfi sínu til biskups um Mormónana
segir hann að Þórarinn hafi verið „meðal minna allra
kirkjukærustu manna, sérhvem helgan dag, ávallt sið-
prúður, góðglaður, algjörlega frábitinn öllum vínföng-
um, en einstaklega þéttur að náttúrufari".1) Segir haim
svo í þessu sama bréfi, að hann hafi fermt hann 1841,
„þótt mjög svo daufan, einkum í skilningi“ og hafi hann
þó notið beztu uppfræðingar. Kemur þetta og heim við
athugasemdir síra Jóns um Þórarin þegar hann fermdi
hann: „Kann all sæmilega, en skilur illa, frómur og
hlýðinn sagður“. Og á eftir getur hann þess, að Þórar-
inn hafi komið árið 1839 frá fastlandi og þá næstum
ekkert kirnnað, en síðan hafi hann „lært þá uppáboðnu
evangel. lærdómsbók, án smástílsins“, enda hafi þessi
tvö ár verið lögð öll rækt við hann, bæði af presti og
húsbændum hans.2) Sýnist af þessum lýsingum mega
gjöra sér þá hugmynd um Þórarin, að hann hafi verið
hægur maður, góður í viðmóti og hversdagslega stilltur,
enginn atkvæðamaður en einlægur trúmaður, hvar sem
hann hallaðist að.
Þórarinn þessi fór utan ungur að aldri. Síra Jón Aust-
mann segir, að það hafi verið skömmu eftir að hann
fermdist3), en ekkert er um það getið í kirkjubókum
fremur en svo margt annað því líkt frá þeim árum. Síð-
ast er hann talinn í sálnaregistri Yestmannaeyja 1844. Er
hann þá í Ólafshúsi hjá Magnúsi Bjarnasyni, er síðar
varð Mormóni, „vinnumaður, 19 ára“. Mætti geta þess til,
1) Bréf síra Jóns Austmanns til biskups 28. apríl 1831.
2) Ministerialbók Vestm. 1841.
3) Skýrsla síra J. Austm. um Mormónskuna 1853.