Selskinna - 15.05.1948, Síða 17
15
að hann hefði farið utan sumarið 1845 með Guðmundi
Guðmundssyni frá Ártúnum, er síðar getur. Lærði Þór-
arinn snikkara handverk í Kaupmannahöfn og varð
„sveinn áður en hann sneri heim aftur, en það var árið
1849, að því er heimildum ber saman um.1) 1849 er með-
al innkominna: Þórarinn Hafliðason „frá Kaupmanna-
höfn“. Hefir hann stundað iðn sína í Vestmannaeyjum
og er án efa sá maður samnefndur, sem er kvaddur til
að skoða skip o. s. frv. En um frábrigðilega trú hjá hon-
mn er þá ekkert talað, og þegar síðar kemur upp mor-
mónafarganið, þá er það talið frá 1851. Þó mun mega
ganga að því vísu, að Þórarinn hafi verið orðinn hneigð-
ur að þeirri trú áður en hann kom heim 1849 þó að hann
færi dult með og reyndi ekki að útbreiða hana. Það er
líka svo að sjá sem hann hafi ekki dvalið hér nema stutta
stund, og segir svo frá því í bréfi Abels sýslumanns, er
hann ritaði í amtið 1851, 28. apríl, (þýðing): „Þegar
hann (Þór. Hafl.) var orðinn „sveinn“ kom hann hingað,
vorið 1849, trúlofaðist stúlku, 19 ára að aldri, sem hann
kvæntist í fyrra sumar og fór svo til Kaupmannahafn-
ar“.2) Síra Jón Austmann segir að hann hafi siglt „og nú
í vetur gefið sig inn í félag það, sem ég meina kallist hið
heilaga!!!“ Hann hefir þvi farið utan haustið 1850, enda
kemur það og heim við sálnaregistrið, því að 1850 er
Þórarinn ekki nefndur, en kona hans Þuriður er talin
í Söelyst „snikkarakona“. Hann hefir verið farinn áður
en húsvitjað var. Ef til vill hefir Þórarinn staðið í bréfa-
sambandi við Guðmund Mormóna Guðmundsson í Kaup-
!) Ministerialbók Vestmannaeyja. 1 sálnaregistri er hann talinn
í „Söelyst" árið 1849: „Þórarinn Hafliðason, snikkari, 24 ára“.
2) Bréfabók Vestmannaeyjasýslu 1851, nr. 246.